Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 14

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 14
206 var fram komið, og annaðhvort snúinn aftur til sama lands, eða farinn í sjóinn. „l?að hefir verið vesæll spámaður“, sagði Vilhjálmur, „er eigi gat vitað fyrir fram hvernig eða hvar hann mundi deyja, og heimsk- ur væri sá, er vildi leggja nokkurn trúnað á það, er slíkur maður segir“. Meðan Vilhjálmur var með herinn í sinu landi, eða í landi höfðingja þess, er áður var nefndur, bar hann önn fyrir því, að landsfólkinu væru engar ónáðir gjörðar, hvorki í ránum eða öðrum ójöfnuði. En þeg- ar til Englands var komið, þá var alt öðru máli að gegna. f>ar leyfði hann mönnum sinum að ræna sem þá lysti, því að honum þótti það mestu skifta, að til orustu gæti komið með þeim Haraldi sem allra fyrst. En hins vegar vildi hann komast hjá að halda lengra á land upp til þess að berjast, og verða þannig við- skila, ef illa færi, við vígstöðvar sínar svo ágætar sem þær voru. Hann vildi fá Harald niður til sjávarins og fá hann til að ráða á herbúðir sinar, eða til að berjast við sig á sléttlendinu, því að þá taldi Vilhjálm- ur sér sigurinn vísan. það er enginn efi á þvi, að hernaður Vilhjálms um allar nærsveitir við Hastings, miðaði mest megnis til þess, að lokka Harald til þess að koma sem fyrst mönnum sínum til hjálpar. Sagn- ir frá þeim tímum geta þess bæði, að gótsi lands- manna var rænt og flutt til herbúðanna, og að hús voru brend. Flýði landsfólkið víðsvegar undan með það litið af eigum sínum, er bjargað varð, og lét fyr- irberast í kirkjum og á kirkjugörðum. Lét Vilhjálm- ur hertogi hlífa, sem mest mátti verða, öllum þeim, er flúið höfðu á þá griðastaði, en annarstaðar var alt í hershöndum. Til þess að frelsa landið af hernaði Vilhjálms hætti Haraldur konungur lífi sínu og ríki. Bæði þá er Vilhjálmur lendti við England, og þá er hann lét setulið eftir í Hastings, hlaut honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.