Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 18
210 landið sem mest, til þess að Vilhjálmur gæti eigi hald- izt þar við og neyddist til að snúa heim aftur. f>að var hyggilegt ráð, en hart. Haraldur vildi eigi þekkj- ast það; hefi eg aldrei, mælti hann, hlaupið í felur, þá er vinir mínir hafa lagt sig í hættu mín vegna, og aldrei mun og brenna bygðir eður spilla eignum manna á Englandi, er ég á yfir að ráða, og óska að vegni sem bezt. Haraldur konungur dvaldist sex daga í Lundún- um og kom þá enn til hans allmikið lið. En á fimtu- degi lagði konúngur upp þaðan til þess að geta bar- izt laugardaginn, eins og á var kveðið, en hann bjóst við að sér mundu bætast fleiri liðsmenn þegar suður í landið kæmi. Rithöfundar Normanna segja, að Har- aldur hafi haft ógrynni liðs, en enskir sagnamenn segja, að konúngur hafi eigi viljað bíða þess, að honum safnaðist meira lið; hafi hann lítinn liðskost haft til að mæta Vilhjálmi, og honum megi því sjálfum um kenna, að hann beið ósigur. En hvað sem um þetta er, verða menn að ætla, að Haraldur, slíkur hershöfðingi sem hann var, hafi ráðið það af, sem í þessu efni var hið réttasta. Hann einsetti sér að berjast, en á þeim stað og á þann hátt, er honum þótti sér bezt henta. Alt mælir móti þvi, að hann hafi ætlað sér að ráða á Normenn þar sem þeir sátu á viggirtum stað. Hins vegar hefur Vilhjálmur búizt einmitt við því, að Har- aldur mundi veita sér aðgöngu. En þær stöðvar sem Haraldur settist á, benda til hins gagnstæða, því að þeim var svo varið, að Vilhjálmnr 'nlaut að ráða á Harald og það á þeim stað, er var honum hinn versti viðfangs, en Haraldi mjög hagkvæmur, þar sem vörn- um mátti við koma, án þess að þurfa á miklum liðsafla að halda. Haraldur hafði þann liðskost, er honum þótti duga til þess er hann vildi framkvæma, en þeir sem honum

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.