Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 20
212 sér svo fyrir, að viðureign þeirra Vilhjálms liktist fremur umsát um borg en orustu á víðavángi, og það gjörði Haraldur með því að setjast þar að, sem bæði var gott vígi af náttúrunnar völdum og af mannvirkj- um þeim, er hann lét gjöra, þó í skyndi væri. J>ar sem Haraldur settist að, hagar svo til, að fram úr há- lendinu að norðan gengur háls, eða hár ás, eins og nes, fram á láglendið fyrir sunnan og su'ður undir Hast- ings, — á því láglendi voru smá ásar og mýrasund á milli viða blaut og ill yíirferðar — en sjálfur hálsinn þar sem Haraldur bjóst fyrir, er örmjór upp við há- lendið, en breiðkar allur að framanverðu ; viðast hvar er hann brattur uppgöngu og erfitt til aðsóknar, enda hafði Haraldur umgirt hann á alla vegu með þrísett- um stauraröðum og grafið djúpan skurð að utan. Sunnan og vestan til á ásnum er óBrattast og hægast uppgöngu, en þar skamt frá og laust við ásinn er einstakur hóll, hár og keilumyndaður, og má þar heita gott vígi, eins og reynslan sýndi. Vígstöðvar þær, sem nú voru nefndar, voru ein- mitt á þeirri leið, er Vilhjálmur varð að fara norður í land. Haraldur hafði sett upp merki sitt uppi á há- ásnum, þar sem honum fer að halla til suðausturs, og þar beið konúngur og hans menn átekta Normanna. J>að verður ekki annað ráðið af sögunum, en að Har- aldur hafi komið og setzt að á orustustaðnum á föstu- degi, en orustan vita menn með vissu að hófst morg- inn eftir á laugardegi. Hvorirtveggja sendu njósnar- menn frá sér í ýmsar áttir; er og sagt, að þeir, sem Haraldur sendi, hafi flutt honum þá fregn, að í liði Normanna væru fleiri prestar en liðsmenn. Njósnar- menn vissu eigi, að Normenn höfðu þann sið að raka skegg sitt. Haraldur brosti og kvað presta þessa mundu reynast örugga liðsmenn. í>að er sagt, að Vilhjálmur hafi litlu áðurjen or-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.