Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 22
214
er aldrei hefðu sér til frægðar unnið í orustum, orðið
að þola ójöfnuð og yfirgang útlendra þjóða, og að síð-
ustu hefðu Danir lagt þá undir sig? Sækið hart fram
og hlifizt eigi við, sigurinn eigið þér visan, og orðstír
yðar berst um allan heim.
|>egar komið var í nánd við þann stað, þar sem
Englendingar sátu, reið einn af njósnarmönnum Vil-
hjálms í móti honum, að segja honum, hvers hann hefði
orðið visari. Spurði Vilhjálmur hann, hvar Haraldur
sjálfur mundi vera. Maðurinn kvað hann mundu vera
meðal hinna þéttskipuðu fylkinga uppi á ásnum, þvi
að þar þóttist hann séð hafa konúngsmerkið. J>á hét
Vilhjálmur því, að þar skyldi hann láta reisa klaustur
guði til dýrðar, ef hann gæfi sér sigurinn. þ>ar var
múnkur einn viðstaddur, er hlýddi á tal þeirra. Hann
bað hertogann að veita sér þá bæn, að klaustrið yrði
helgað hinum heilaga Marteini, Galliu postula. Játaði
hertoginn því, og eigi miklu síðar stóð klaustur hins
helga Marteins þar efst á Senlaks-hæðinni.
Liði Vilhjálms hertoga var skift í þrjár deildir,
hvort sem það var af hendingu, eða með vilja gjört,
og farið eftir löndum þeim, er liðið var frá. í vinstra
fylkingararmi voru menn frá Bretagne, Maine og
Poitou, og þeirra foringi var Allan (Erlendur?) frá
Bretagne. í hægra fylkingararmi var frakkneskt
málalið, menn frá Boulogne og sveitum þar norður,
fyrir því liði var Roger frá Montgommery, er varð
mjög kynsæll maður á Englandi, og Vilhjálmur Fitz-
Osbern (Ásbjörn?), aldavinur Vilhjálms hertoga og
hinn frægasti maður. í miðið, milli Bretagne manna og
Pikardi-manna, var aðal-styrkur liðsins, Normenn einir
saman, eins og Normandí liggur milli Bretagne og
Pikardíis. Yzt í hinum vinstra fylkingararmi voru
menn af Cotantín-nesi, komnir af mönnum Haraldar
blátannar, enn fremur menn af Saxlandi, er kalla mátti