Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 28
220
drápu marga af þeim. Við þetta óx öllum Vilhjálms
mönnum hugur, og bardaginn hófst í annað sinn, miklu
harðari og mannskæðari en áður. Vilhjálmur hertogi
og bræður hans riðu í broddi fylkingar og- stefndu að
merki Haraldar. En er það sá Gyrðir jarl, bróðir
Haraldar, skaut hann spjóti til Vilhjálms og misti hans,
en drap hestinn undir honum; þrír hestar voru skotn-
ir undir Vilhjálmi þann dag. Skömmu siðar mættust
þeir hertogi og jarl og skiftust höggum við og eigi
lengi, áður jarl féll dauður til jarðar fyrir kylfuhögg-
um Vilhjálms. þ>ar skamt frá reið einn af hertogans
mönnum, beiddist Vilhjálmur að fá hestinn til reiðar,
en maðurinn var seinn til svars, eða sýndi tregðu, þá
laust Vilhjálmur hann kylfuhögg, svo að maðurinn
hraut af baki, en Vilhjálmur tók hestinn, reið fram
móti óvinum sinum og barði á báðar hendur. Nú var
svo komið, að viða voru brotin skörð í víggarða Eng-
lendinga, einkum hafði Vilhjálms mönnum í hinn hægra
fylkingararm orðið vel ágengt, og höfðu Englendingar
þeir, er þar stóðu fremstir fyrir, í fullu fangi að verj-
ast. En þar á bak við stóð liðið í skjaldborginni,
maður við mann, og alla þá stund, sem hún stóð ó-
brotin, var eigi séð hvorir sigrazt mundu. Vilhjálmur
sá gjörla, að rjúfa þurfti skjaldborgina, en lireystin
var eigi einhlit, hér þurfti að beita brögðum. Hann
minntist þess nú, að flótti sinna manna hafði lokkað
Englendinga út fyrir girðingarnar. þéss vegna skip-
aði hann svo fyrir, að hinn vinstri fylkingararmur
skyldi hopa á hæl og láta sem hann flýði, og þá
skyldu aðrar sveitir vera við búnar, að setjast á þær
stöðvar, er auðar yrðu við burtför enskra manna, er
flóttan rækju. þessari skipun Vilhjálms var nákvæm-
lega fylgt. fser fylkingar, sem til þess voru settar
að flýja, lögðu á flótta, og jafnskjótt veittu Englend-
ingar þeim eftirför með háreysti og gleðilátum, en