Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 30
222
myrkrið datt á. Veittu Normenn þeim eftirför, en lentu
i ógöngum þegar er hálsinum sleppti, misstu nokkra
menn og sneru við það aftur til orustustaðarins. Uppi
á hálsinum, þar sem orustan hafði verið hörðust og
mannfallið mest, var ógurlegt um að litast; jörðin var
þakin mannabúkum, svo þúsundum skifti, flestir dauðir
en margir særðir til ólífis. Jafnvel Vilhjálmi hertoga
fannst mikið um þá sjón. J>ar lét hann reisa merki
sitt, er tákna skyldi sigurinn, og þar lét hann fyrirber-
ast í tjaldi sinu um nóttina, en mannabúkarnir lágu alla
vega út frá tjaldinu. Liðsmenn hans héldu vörð alla
nóttina. Daginn eftir lét hertoginn kanna valinn og
jarða þá, er fallið höfðu af hans mönnum. En frá
næstu héruðum komu konur margar, og beiddust að
fá líkami manna sinna, sona og bræðra, og það veitti
hertoginn þeim. Gyða1 móðir Haraldar konúngs kom
einnig, hún hafði í orustu þessari misst þrjá sonu sína
— Harald, Gyrði og Leofwine —. Hún beiddist að fá
lík Haraldar sonar síns og bauð jafnvægi þess i gulli,
til þess að það fengi leg í vígðri jörð. En Vilhjálmur
kvað eigi sæma, að eiðrofsmaður hvíldi í helgum
reit, og var hann lagður í haug við flæðarmál. Nokkr-
um árum síðar, þá er Vilhjálmur hafði unnið alt Eng-
land og friðað það að fullu, leyfði hann að lík Har-
aldar væri tekið úr haugnum og flutt til Valthams
klausturs í Essex — skamt fyrir norðan London, og
jarðað þar, en enginn veit nú hvar legstað hans er
að finna.
Með því að vinna orustuna við Hastings og ná
yfirráðum á Englandi, lagði Vilhjálmur bastarður
grundvöll þann, er hið víðlenda og volduga enska ríki
i) Gyða var systir Úlfs jarls föður Sveins Danakonúngs Úlfsson-
ar (+ 1076).