Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 33
Um „Fljótsdælu hina meiri"1.'
Eptir
Jón prófast Jónsson
í Bjarnanesi.
Fornsögur vorar hafa lengi sætt athygli fræðimanna
á Norðrlöndum, en margbreyttar hafa skoðanir þeirra
verið um áreiðanlegleik sagnanna og sögulegt gildi
þeirra, enda mun öllum koma saman um, að sögurn-
ar séu næsta ólíkar í þessum efnum. Sigurðr forn-
fræðingr Vigfússon á miklar þakkir skilið fyrir það,
að hann hefir rannsakað ýmsa sagnastaði, og staðfest
með því sannleik þeirra sagna, er snerta þá, og hefir
það komið í ljós við rannsóknir hans, hversu hinir
fornu sagnamenn voru nákvæmir og sannorðir, og
i) „Fljótsdæla hin meiri eller den lœngere Droplaugarsona-
saga, efter hándskrifterne udgiven af Kristian Kálund.
Köbenhavn 1883.“ XXXVII + 139 bls.
JJöfn sögurita eru þannig skammstöfuð í ritgjörð þessari:
,Brandkr.“ = Brandkrossa þáttr.
,Dropl.“ = Droplaugarsona saga (hin styttri).
,Fld.“ = Fljótsdæla (hin meiri).
,(jf>iðr.“ = þátt.r af Gunnari þiörandabaua.
,Hrk.“ = Hrafnkels saga Freysgoða.
,Landn.“ = Landnámahók.
,Laxd.“ = Laxdæla saga.
,Vápnf.“ = Vápnfirðinga saga.
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. V. 15