Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 34
226 hversu vel frásagrrir um forna atburði geymdust í manna minni um langa æfi. f>etta er einkar þýðing- armikið nú á tímum, þegar ýmsir vísindamenn eru teknir að rengja áreiðanlegleik sagnamanna þeirra, er hingað til hafa haft bezta orð á sjer, svo sem Ara hins fróða1, er ljóslega má sjá að hefir ekki ritað það, er hann vissi víst að engu gegndi, heldr farið eptir sögn hinna „margspökustu og óljúgfróðustu“ manna, er hann þekti, en rit Ara eru undirstaða allrar sagnaritunar Breiðfirðinga og Snorra Sturlusonar, og það eru öll líkindi til (eins og Gísli Brynjúlfsson hefir tekið fram í Andv. VI 163), að ýmsar hinar beztu frásögur Snorra séu beinlínis runnar frá Ara, en Ari talaði við menn, sem sjálfir mundu sögu-öldina, og var því eigi furða, þótt Snorra þætti öll sögn hans merkilegust, enda mun áreiðanlegleiki hans sannast æ betr og betr, eptir því sem sagnarit hans verða betr rannsökuð. En hinsvegar vei'ðr því ekki neitað, að mikið vant- ar á, að öll vor fornu sagnarit séu jafnáreiðanleg sem rit Ara og Snorra. Margar af sögunum eru að vísu einkar sannorðar og merkilegar að efni og niðurskip- I) Eg mæli þetta eigi svo mjög til Drs. Guðbrands Vigfússonar, sem virðist viðrkenna sannsögli Ara, þótt hann rengi tímatal hans, enda hefir nú Magnús yfirdómari Stephensen greinilega hrakið hina nýju tíma- talskenningu Guðbrands, heldr á eg hér einkum við Dr. Gustav Storm, er hefir látið þá skoðun uppi, að hinir fornu íslendingar hafi logið upp ættartölum til að afla sér virðingar og upphefðar (Kritiske Bidrag til Vikingetidens Historie, I, 119 — 123) og virðist beina því að Ara fróða, að hann hafi riðið á vaðið með að rekja ætt sína ranglega til Ragnars loðbrókar. En undarlegt mætti þykja, ef Ari hefði verið nokkur skrökmaðr, að hann skyldi þá ekki hafa haft vit á, að koma ættartölu sinni öðruvísi fyrir en svo, að þeir yrðu samtíða Ivarr Ragn- arsson og {>orsteinn rauðr, sem hann telr fjórða mann frá Sigurði Ragnarssyni. Ætli þessi ósamkvæmni sé ekki heldr komin af því, að hann hafi fylgt í einfeldni fornum sögum, er hann hélt áreiðanlegar, án þess að honum dytti í hug að samrýma þær?

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.