Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 36
228
úr þeim samfasta heild. Værifþessi skoðun rétt, þá
hlyti það, sem saga þessi hefir umfram hinar, að vera
einskis virði í sögulegu tilliti, þ. e. í tilliti til þeirrar
aldar, sem viðburðirnir eiga að hafa farið fram á ept-
ir orðum sögunnar. En mér virðist ýmislegt mæla á
móti þessu, og það er ætlan mín, að sagan sé fremr
sprottin af fornum munnmælum (sem auðvitað hafa
verið misjafnlega áreiðanleg), heldr en hitt, að hún sé
samin eptir skrifuðum fornsögum, og höfundrinn hafi
sjálfr búið til það, sem aukið er við þær, og breytt
þeim eptir hugþótta sínum, þar sem henni ber ekki
saman við þær, eins og Dr. Kálund virðist halda. Vil
eg nú reyna að færa nokkur rök fyrir þessari ætlun
minni.
Að höfundr „Fljótsdælu hinnar meiri“ hafi haft Hrafn-
kelssögu skrifaða fyrir sér, sýnist vafalaust, því að
„Fld.“ er beinlínis áframhald af Hrafnkels sögu og svo
nátengd henni að efni, að þær verða eigi sundrgreind-
ar, nema svo að upphafið vanti á „Fld.“ Kálund hefir
líka tekið það fram, að þær séu samföst heild í hinu
elzta handriti af „Fld.“, og ekki meira bil á milli þeirra
en við vanaleg greinaskipti (kapítulaskipti) í því hand-
riti, og að „Hrk.“ sé þar að mestu samhljóða hinni
prentuðu Kaupmannahafnar-útgáfu frá árinu 1847,
sem gefin er út eptir beztu handritum sögunn-
ar. fó er nokkuð einkennileg meðferð „Hrk.“ i hand-
riti þessu, og dregr hún að ýmsu leyti dámaf„Fld.“.
þar eru nokkrir viðaukar, sem virðast eiga rót sína
í munnmælum, svo sem þegar sagt er, að þingmanna-
sveit Hrafnkels hafi náð út til Selfljóts, og að hann
hafi eigi orðið gamall maðr, og ýmsar smágreinir til
skýringar eða skilningsauka, t. d. þar sem sagt er
frá ferð Eyvindar Bjarnasonar til Hrafnkelsdals. Enn
eru þar fleiri tilbreytingar, sem sýnast sverja sig í
ætt við Fljótsdælu-höfundinn.