Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 43
235
f>órðr, porkell og Eindriði, en í „Fld.“ eru þeir ekki
taldir nema 2, og nefndir Sighvatr og Snorri, og
virðist höf. „Fld.“ hafa fengið þessi nöfn úr „Hrk.“,
þar sem getið er um Sighvat og Snorra Hallsteins-
syni á Víðivöllum, samtíða Hrafnkeli Freysgoða, en
það nær engri átt að láta Hallstein föður þeirra vera
hir.n sama og Hallstein, mann Droplaugar, og það
hefði höf. „Fld.“ mátt gruna, hefði hann haft fyrir
sér „Dropl.“, að þar væri um alt aðra Hallsteinssyni
að ræða, en nefndir eru í „Hrk.“ Um leið og „Dropl.“
getr þess, að Hallsteinn hafi fengið Droplaugar, seg-
ir hún frá því, að Grimr hafi fengið Helgu Ingjalds-
dóttur, en höf. „Fld.“ virðist ekki hafa vitað neitt til
þessa, því að hann getur um, að þeir Droplaugarsynir hafi
skipað bú sitt og sett konu fyrir, þegar móðir þeirra
var farin, en talar als ekki um kvonfang Gríms, og
nær þó það, sem vér höfum af „Fld.“, yfir meir en 7
næstu vetr eptir gjaforð Droplaugar. Segir þar, að
þeir synir hennar kæmu jafnan að finna móður sina,
en í „Dropl.“ segir, að Helgi hafi aldrei komið á Víði-
völlu, síðan hún var gefin, fyr en hann settist þar að,
hálfum mánuði áðr en Hallsteinn var veginn.
Af þessum dæmum má sjá, að það er mjög margt,
sem sögum þessum („Dropl.“ og „Fld.“) ber ekki sam-
an um, og þar að auki eru þær 2 frásögur, sem þeim
eru sameiginlegar, nl. um druknun fyrri konu Helga
Ásbjarnarsonar og um víg porgríms tordýfils, sagðar
með svo ólíkum atvikum í hvorri sögunni fyrir sig, að
flest virðist benda til þess, að frásögn „Fld.“ sé þar
eigi tekin eptir „Dropl.“, heldr höfum vér hér fyrir
oss tvennar sjálfstæðar sögusagnir, sem geymst hafa í
í „Fld.“ Björgólfr. Mundi ekki felast í þessu bending um ætt Hall-
steins, sem „Dropl.“ kennir við Breiðdal, þar sem 2 landnámsmenn
hétu Herjólfr (Bergúlfr ?), og Björgólfsnafnið hefir lengi verið (og er
enn) ættgengt ? (sbr. Safn til sögu íslands II. 445).