Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 44

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 44
236 manna minni, þangað til þær voru ritaðar upp, og hafa eðlilega aukist og breytst með tímalengdinni. Likleg- ast þykir mér, að höf. „Fld.“ hafi als ekki þekt „Dropl.“ þá, er vér nú höfum, en verið getr, að einhver af sögu- mönnum hans hafi lesið hana eða heyrt, og sagt hon- um úr henni, og þó þarf það ekki að vera, því að hin munnlega sögusögn gat líka geymtþau fáu atriði, sem „Fld.“ og „Dropl “ ber saman um. Afþví að svo mikið vantar aptan af „Fld.“, er ekki hægt að segja, hvað mikið af söguefni „Dropl.“ hefir staðið í henni, en þó virðist mega ráða það af samanhenginu og niðr- röðun viðburðanna í „Fld.“, að i henni hafi aldrei ver- ið frásögurnar um þau þrjú misklíðarefni milli Helg- anna, sem voru gengin á undan vígi Hallsteins, þvi að þar sem „Fld.“ hættir nú, virðist svo á efninu, sem vígs Hallsteins sé skamt að biða. En hugsast gæti reyndar, að eitthvað svipað þeim hafi komið á eptir, þegar Helgi Droplaugarson var fallinn i sekt, en fór þó um alt hérað til þinga og mannfunda. pó hefir víst aldrei staðið neitt í „Fld.“ um deilur þeirra frænda, Hrafnkels þórissonar og Helga Ásbjarnarsonar, þvi að „Fld.“ lætr Hrafnkel vera eldri en Helga, og taka fyr við mannaforráði, og segir frá því síðar, að Helgi hafi (eptir kvonfang sitt) tekið „allt mannaforráð að helmingi við Hrafnkel frænda sinn fyrir austan vatn“, og þegar farið er að segja frá Hallsteini og sonum hans, er þess getið, að Hallsteinssynir „höfðu mikið traust undir Hrafnkatli; var þá höfðingsskapr hans sem mestr i það mund“. þ>að er því í alla staði ó- liklegt, að höf. „Fld.“ hafi látið hann leita liðs hjá Helga Droplaugarsyni móti frænda sinum eptir víg Hallsteins. — Einnig er það ólíklegt, að nokkuð hafi staðið í „Fld.“ um þorstein bónda á Desjarmýri, er „Dropl.“ segir að hafi átt þórdísi, frændkonu Drop- laugarsona, því að „Fld.“ nefnir Gunnstein á Dysjar-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.