Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 50

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 50
242 frá viðtali og viðskiptum þeirra systkina, Bjarna Brodd-Helgasonar og þ>órdisar toddu, og Helgi Ás- bjarnarson er látinn fara ónýtisferð af Kiðjafellsþingi ofan til Mjófaness til að verja Gunnar (þvi að Bjarni er farinn áðr en hann kemr, og það eitt hlífir Gunnari, að Bjarni vill ekki ganga hart að systur sinni). Lítil merki eru til þess, að höf. „Fld.“ hafi haft fyr- ir sér Vápnfirðinga sögu, því að þótt hann hafi auð- sjáanlega heyrt eitthvað um hvatleik og þrautgæði þ>°r- kels Geitissonar, þá þarf það ekki að vera þaðan, því J>orkels er víða getið, og munnmælasögur um hann gátu vel haldist lengi við. Aptr á móti virðist „Fld.“ koma í beina mótsögn við „Vápnf.“ í því, er hún segir frá jþorgerði á f>orgerðarstöðum, sem eptir báðum sög- unum er ekkja, þegar hennar er fyrst getið, en er kölluð í „Vápnf.“ silfra (af auði sínum?) og verðr seinni kona Brodd-Helga, en i „Fld.“ er hún sögð félítil, og látin eiga þóri Hrafnkelsson fyrir seinni mann. þ>að er ekki líklegt, að höf. „Fld.“ hafi hugsað sér hana sem ekkju Brodd-Helga, þegar hann lætr jpóri fá hennar, því að þá mundi hann víst hafa getið þess, heldr er hitt trúlegast, að hér séu mismunandi sögu- sagnir um sömu konu, sem hefði líklega verið alveg gleymd á tíð höfundar „Fld.“, ef bæjarnafnið hefði ekki mint á hana. Að höf. „Fld.“ hafi haft fyrir sér þáttinn af |>or- steini hvíta, er eigi hægt að ráða með neinni vissu af því, sem hann segir um aldr fiðranda, því að sagan um hann, búandatöluna í goðorði hans, æfiár hans og dauða ber öll á sér mikinn þjóðsögublæ, eins og fleira í „Fld.“, t. d. lengdin á saxi Sveinungs, sem verðr eptir því fremr tröll en maðr. jpetta gat vel aukist og margfaldast í sögu, sem gekk í munnmælum löngu eptir að fornöldin (og sagnatíðin) var liðin, og menn voru farnir að ímynda sér alt hið forna svo stórkost-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.