Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 3

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 3
83 gamla valla svo, að vært sje í. Þetta er lýsingin, jeg sel hana ekki dýrara, en jeg keypti hana. Allir þeir, sem hlut eiga að máli, geta látið sjer verða sjón sögu rikari. Kennarinn getur auðvitað lært mikið af bókum um leikfimi vorra tíma, sömuleiðis um, hvernig áhöldin eru eða skulu vera. En eins víst er hitt, að mest og bezt lærði hann af því að geta verið erlendis um nokkurn tíma og sjeð með eigin augum kennsl- una og hvernig öll leikfimi fer fram. Kennarinn hefur sjálfur fundið þetta og viðurkennt að svo ætti að vera, og er það honum til hróss; hann sótti hjer um árið um styrk til þings til að geta farið erlendis að frama sig; en þingið neitaði styrknum, þótt lítilfjörlegur væri, og segi jeg það ekki þinginu til hróss. Það er skylda þings og þjóðar, að halda upp latínuskóla vorum sem beztum og fullkomnustum, enda verður ekki annað sagt, en að þjóð vor hafi lagt mikla rækt við hann eptir föngum. Það getur verið, að mörgum þyki það meiru varða, að fá endurbót á aðal- kennslunni og kennslugreinunum, einkum að því er snertir gömlu málin, og dettur mjer ekki i hug að vilja draga úr því. En það er víst, að nú sem stendur eiga allar breytingar í þá stefnu því miður langt í land. Því meiri ástæða er til þess að bæta úr því sem bráð þörf er á og hægt er að laga án mikilla útláta, ef aðeins viljann til þess góða brestur ekki. En það sem þórf er á og hægt er að gera nú er þetta tvennt: 1, að veita leikfimiskennaranum hæfilegan styrk til þess að fara erlendis og frama sig í sinni mennt, — og 2, að veita hæfilega fjáruþþhæð til að bæta og auka leikfimis- áhöldin, eþtir því sem kennarinn og aðrir málsmetandi menn kunnu að meta. Það er tilgangurinn með þessum fáu línum að brýna fyrir mönnum nauðsyn þessa máls og skora á alþingi Islendinga að bregðast vel við þeirri áskorun að veita þá tjárupphæð til umbóta leikfimiskennslu latínuskólans, sem hjer er farið fram á. Khöfn þ. 28. apríl 1895. Finnur Jónsson. 6'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.