Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 30

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 30
IIO B.: Bjóddu þá heldur hundi köku en heyrnarlausum sálum stöku. A. : En hvernig læt eg, það ert þú, sem þarna situr. Heyrðu nú. Til hvers hefur þú ævi alla Iðunnar bljúgur lagt á stalla tómstundir þínar, þrek og dug, þolgæði, von og allan hug, ljái hún þjer ei ljóðasnild lýðum að stytta nokkur kvöld? B. : Fjöldinn skilur ei skáldsins mál; skilur þar heljardjúp á milli. Fjöldinn vill aðra eyrnafylli andlausa, sneydda lífi og sál. Hann veit ei, hvaða mál hann mælir, myrðir þjóðerni sitt og skælir, tal hans er bara um trúlofanir. Hann tyggur það upp, er skirpa Danir; múlbundinn upp við jórturjötu japlar hann á því sí og æ. Andi hans liggur eins og hræ við þjóðarinnar þyrnigötu. A.: Sáryrði þín jeg sízt vil lasta, sönn mun og einlæg gremja þín. Þó má ei steini þungum kasta á þessa menn. Um forlög sin ákvæðisvald þeir ekki hafa. Orsakar nauðsyn batt á klafa heiminn og alt, sem er og lifir, öllu hún ræður, drotnar yfir. Fjöldinn er misjafn sem þú segir, samt mun ei kosta varnað honum. Svo get jeg að þú sjálfur eigir sæti þitt þar, og fer að vonum. En hafir þú krapta yfir aðra, sem aldrei tala eða sífelt blaðra,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.