Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 3

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 3
8^ Svo var vinnufólkið, eða einkum vinnukonurnar, sem Margrjet var sett yfir. Sambúðin við þær gekk ekki sem ánægjulegast. Hún var nokkuð ung til þess, að þeim þætti sjálfsagt að virða hana sjer- lega mikið — ekki nema 18 ára. Og svo var því einhvern veginn svo varið, að eptir dvölina syðra samþýddist hún þær ekki eins vel og áður. Aður hafði sjóndeildarhringur hennar verið alveg hinn sami og þeirra. Aður hafði henni þótt gaman að öllu, sem þeim þótti gaman að — jafnvel að því að kveða rímur. Aður var hún að hugsa um það sama og þær, hafði ánægju af þeim og þær af henni. Nú var orðin breyting á þessu öllu. Þeim þótti hún ómannblendin, jafnvel þóttafull — og það hefðu þær þó svarið fyrir að hún Manga gæti nokkurn tíma orðið. Henni þótti þær leiðinlegar, stundum ógeðslegar. Þeim þótti hún tepruleg, hneyksl- uðust mjög á því t. d., hvað opt hún þvoði sjer um hendurnar, hvað lítið sem á þær hefði fallið — þetta væri þó ekki nema rjett og sljett bóndadóttir, þótt aldrei nema hún væri dóttir hans Sig- valda d Hóli og hefði verið tvo vetur á kvennaskólanum 1 En lakast var þó, hvað samkomulagið við föður hennar var stirt—og það því fremur, sem hún vissi, að hann unni henni mikið. Sannast að segja þurfti nokkra athygli og umhugsun til þess að komast að þeirri niðurstöðu, að honum þætti sjerlega vænt um hana. Hann var henni allt af svo óþýður og stirður. Hann hafði vakað yfir henni með einkennilega kuldalegri ást, frá því er hún missti móður sína í barnæsku. Hann hafði sjeð ofsjónum yfir öllum innileik, allri blíðu, sem hún ljet öðrum í tje. Og hann lagði fæð á alla, sem hún hændist að öðrum fremur, eins og þeir væru að ásælast það, er hann einn ætti með rjettu. Hann hafði helzt viljað hafa hana allt af hjá sjer, og það leyndi sjer eltki, að það var í honum verulegt óyndi veturna, sem hún var að heiman. En hann var svo geðstirður, að hann hafði ekki getað fengið af sjer, að leggja sig neitt í framkróka með að hæna hana að sjer; enda hafði það ekki tekizt. Honum korn ekki einu sinni til hugar, að þess ætti að þurfa. Var hann ekki faðir hennar? Hafði hann ekki unnið fyrir henni, alið önn fyrir henni, safnað fje handa henni? Var hún þá ekki skyldug til að elska hann meira en alla aðra menn? Eins og hann bar ekki það skyn á heilsufræðina, að honum dytti í hug, að sólarleysið í bænum hans væri neitt óholit fyrir heimafólk hans, eins hafði hann ekki heldur til að bera þá 6*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.