Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 8
88 rætur búa. Hann hafði beitt öllu sínu afli, öllu sínu fylgi til þess, að fá gert út af við bað. Og hann sá fram á það, að yrði hann undir í þessu máli, þá yrðu jafnframt áhrif sín og yfirráð grafin til fulls og alls undir vikurösku eyðsluseggjanna. Ög hvað sem nú öllum sparnaðarkenningum leið, þá var það hart, að mótstöðu- menn hans, flestir ungir og óreyndir glánar, dönsuðu á beinum hans lifandi og kúguðu jafnvel hann til að kasta fje sínu í þá botnlausu eyðsluhít, sem þeir hygðust að fylla. Sigvaldi var sítalandi um almenningsmál, og innan skamms fór hann að brjóta upp á þeim við lækninn. Hann byrjaði á em- bættismönnunum. Þeir væru allt of margir. Læknirinn var ekki frá því, að það gæti nú vel verið. En það virtist ekki vera vilji þjóðarinnar að fækka þeim. »Ekki vilji þjóðarinnar?« Það þótti Sigvalda í meira lagi kynlegt. Hvaðan hann hefði það? Læknirinn hafði það frá þinginu. Ekki mætti einu sinni minnast á að steypa saman tveimur prestaköllum, svo að hlutað- eigandi sóknamenn risu ekki upp óðir og uppvægir, með öndina í hálsinum, og mótmæltu sem kröptuglegast. Og allt af væri verið að biðja um nýja embættismenn, ráðgjafa, dómara, lögfræðis- kennara — ekki að tala um læknana, sem menn vildu hafa sem allra víðast. Sigvaldi neitaði þvi, að þetta væri vilji þjóðarinnar. Að minnsta kosti væri það ekki sinn vilji; og það var auðheyrt á röddinni, að það vakti fyrir honum, að hann væri ekki svo sjerlega lítill partur af þjóðinni. Eiginlega þyrfti enga embættismenn hjer á landi, nema einhverja fáeina menn, sem settir væru fyrir litla þóknun, til að leita að þjófum og kalla inn skatta. Og svo mætti láta einhverja nefndina á þinginu dæma málin um þingtímann; þingmenn ættu ekki svo annríkt. Forfeður vorir hefðu líka dæmt málin á alþingi. Læknirinn var hræddur um, að mönnum mundi þá stundum leiðast að bíða eptir málsúrslitum. »Leiðast að bíða — leiðast að biða?« sagði Sigvaldi og var nú kominn i ofsa; það var eins og megnasta norðanbálviður stæði í úlfgráa hárkragann á honum. »Ætli mönnum rnegi ekki leiðast að bíða samt, karl minn? Ætli mönnum megi ekki leiðast að bíða eptir eptirlitinu hjá höfðingjunum í Reykjavik? Og svo sagði hann hinar og aðrar sögur af eptirlitsleysi og ódugnaði embættismanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.