Eimreiðin - 01.05.1896, Side 9
89
í Reykjavík — sögur, sem sumar höfðu augsýnilega farið eitthvað
til muna milli mála, einkurn sú síðasta. Sigvaldi kvaðst hafa skrif-
að um hana til Reykjavíkur, en ekkert svar fengið. — »Þjer hafið
kannske heyrt að jeg skrifaði?«
Jú, læknirinn hafði heyrt einhvern ávæning af þvi. En eptir
atvikum þótti honum óhultast, að fara ekki neitt út í þá sálma,
svo hann eyddi því, því að hann vildi ekki lenda í neinum deilum
við karlinn. Hann vjek því talinu að öðru.
»Jeg skil yður rnjög vel,« sagði hann. »f*jer viljið draga sem
mest úr kostnaðinum við embættisfærsluna, til þess að geta sem
bezt hlynnt að alþýðu manna, menntun hennar, samgöngum og
atvinnuvegum. Þjer viljið verja landsfje til að koma upp skólum
fyrir alþýðu, styðja jarðabætur, sjávarútveg og gufuskipaferðir, leggja
góða vegi og brýr á stórárnar -—«
»Brýr? Jeg — brýr? Nei, karl minn. Jeg skal segjayður, hvað
jeg vil. Jeg vil fara að öllu skynsamlega. Kannske þjer haldið, að
forfeður okkar hafi haft ógrynni af skólum og gufuskip og stór-
brýr?«
I sama bili varð honurn litið framan í lækninn, og hann sá
hann brosa. Hann sá ekki betur en hann brosti í háði. Við það
harðnaði ofsinn enn meira, svo hann bætti við:
»Ef þjer haldið það, þá — þá — þá — eruð þjer — eruð þjer —
eruð þjer—-«. Hann gat ekki kornið orðum að því, hvað læknir-
inn væri, ef hann gerði sjer slikt í hugariund, og kom aldrei með
niðurlag setningarinnar.
»Jeg skil þá ekki, til hvers þjer viljið nota landsfje,« sagði
læknirinn. »Ekki viljið þjer láta það ganga til embættismannanna.
Og nú heyri jeg, að þjer viljið ekki heldur verja því í þarfir al-
þýðunnar. Hvað viljið þjer láta gera við skattana og tollana?«
Og læknirinn brosti aptur. Sigvaldi sá ekki betur en hann
brosti enn háðslegar en áður. Þetta bros gat hann ekki staðizt;
hann gat með engu móti þolað það, að menn hentu gaman að
sjer. Hann hefði auðvitað getað svarað, að hann vildi láta ljetta
sköttum og tollum af þjóðinni. En hugur hans var kominn í svo
mikla æsing, að honum datt það ekki í hug, heldur fór hann út
í vonzku.
Eptir þetta gat hann ekki litið lækninn rjettu auga. Hann
þóttist skilja það og gekk að þvi alveg vísu, að læknirinn mundi
ætla að fylla flokk brúarmannanna. Og honum stóð háðbrosið