Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 12

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 12
92 Við þessar hugarhræringar átti hún að stríða allan daginn. Þær komu aptur og aptur, hvernig sem hún reyndi að hrista þær af sjer. Ýrnist hugsaði hún í sig reiði við sjálfa sig út af að hafa ekki verið að hugsa um neitt; ýmist var hún fokvond við lækninn og aumkvaði sjálfa sig út af meðferðinni; og ýmist fyrirgaf hún lækninum og taldi sjálfri sjer trú um, að allur þessi ókyrleiki í hug hennar væri ekkert annað en barnaskapur. Þennan dag kom hún ekki optar inn til hans, mundi með engu móti hafa treyst sjer til þess, þótt hún hefði þurft þess. En morguninn eptir var henni runnin öll reiðin og kyrð var komin á huga hennar. Og þegar hún átti erindi fram í stofuna, fór hún þangað hiklaust. Læknirinn stóð fyrir framan dálítinn skáp, fullan af bókum, sem hann hafði komið með. Hann hafði tekið bók út úr honum> og var að líta í hana. Það var ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar. Þegar hún kom inn, leit hann á hana fastara en hann var vanur, var að gæta að, hvort hún mundi vera sjer nokkuð reið. Hann þóttist sjá, að sjer mundi vera óhætt að yrða á hana. »Munið þjer,« sagði hann, »í hvaða vísu eða visum yður hefur fundizt mest þunglyndi lcoma fram?« Henni datt þegar í hug visan eptir Kristján Jónsson: ,Yfir kaldan eyðisand’, sem hún hafði lært sem barn. En hún þorði ekki með nokkru móti að koma með hana. Hún vissi eklci nema það væri einhver vitleysa; og henni þótti svo leiðinlegt, ef lækn- inum fyndist hún vera ósköp heimsk. Svo hún sagði: »Nei.« »Munið þjer eptir vísunum hans Jónasar Hallgrímssonar: ,Eng- inn grætur Islending’?« sagði hann. »Ekki vel,« sagði hún og roðnaði af fáfræðinni. Hann las henni vísurnar. »Mjer finnst næstum því eins og þetta taki fram öllu í þung- lyndisáttina, jafn-einfalt og íburðarlaust og það er«, sagði hann svo. Meðan hann var að lesa kvæðið, tókst henni að jafna sig. Hún naut þess að hlusta á það og fagnaði af því að skilja hvert einasta orð í því. Feimnin var allt í einu horfin í þetta skipti, svo hún áræddi að minna hann á vísuna, sem henni hafði dottið í hug. Honum þótti innilega vænt um. Hann heyrði á þessu, að hann haíði hitt á efni, sem hann gat talað um við hana, þar sem

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.05.1896)
https://timarit.is/issue/178845

Link til denne side:

Link til denne artikel: Brúin.
https://timarit.is/gegnir/991004008709706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.05.1896)

Gongd: