Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 13
93 skáldskapurinn var. Og hann hafði einmitt verið svo hræddur um, að hún gæti ekki talað um neitt, nema ef vera skyldi matar- tilbúning og fatasaum; og í þeim efnum var hann svo einkar fá- fróður. Hún var að líkindum ekki sjerlega vel að sjer i íslenzkum skáldskap, fyrst hún kunni ekki , Stökur’ Jónasar. En hann þóttist heyra, að hún hefði tilfinning fyrir ljóðum. Rjett í þessu var hrópað hrottalega frammi í bæjardyrunum: »Hvar í fjandanum ertu að slæpast, Manga?« Það var faðir hennar, sem var að kalla á hana svona blíðlega. Hún tók tafarlaust viðbragð og þaut út um dyrnar eins og örskot. En með þessu var ísinn brotinn milli þeirra. Eptir þetta sat hann sig aldrei úr færi með að brjóta upp á einhverju umtalsefni, og feimnin fór af henni smátt og smátt, unz hún hvarf með öllu. En svo ónáðaði faðir hennar þau venjulega á svipaðan hátt eins og í þetta fyrsta skipti. Þau fóru því að hyllast til að tala saman, þegar hann var að heiman, sem var opt, því að hann hafði í mörgu að snúast. Framan af hafði hann stöðugt á reiðum höndum eitthvert fallegt kvæði að sýna henni, eins og hann hefði búið sig undir að tala við hana — enda hafði hann líka gert það. Og svo röbb- uðu þau um það. En mest var það samt hann, sem rabbaði, og hún, sem hlustaði á. Svo fór talið stundum að hneigjast að fornsögunum íslenzku. Margrjet kannaðist allvel við sumar þeirra. Læknirinn spurði hana, hvort henni þætti ekki vel sagt frá í Laxdælu, þegar Höskuldur Dalakollsson hefði verið kominn með konungsdótturina heim til sin. Margrjet kannaðist ekkert við það, og vildi ekki um það tala, þegar hann var búinn að minna hana á það, sem þar var um að ræða. En um Kjartan og Guðrúnu og Hrefnu vildi hún tala, og haíði kastað mikilli fæð á Ingibjörgu, systur Ólafs Tryggvasonar, kenndi henni um allt ólánið. Og svo hjeldu þau frá einni sög- unni til annarar, og tíndu' fyrst úr allar ástirnar, eins og menn tína aðalbláberin, en láta önnur ber liggja, þar sem nóg er afþeim. Svo hneigðist talið smátt og smátt að fleiri og fleiri fornmönnum, sem riku tilfinninga- og framkvæmdalífi höfðu lifað. En allt af var ástin ljúfasta umtalsefnið, og optar sveigðist talið eitthvað að henni en að nokkru öðru. Margrjeti var ósegjanleg unun að þessum samræðum. Þær voru svo ólíkar þvi, er hún hafði áður átt kost á að tala við menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.