Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 17
97 að Margrjet giptist, meðan hann liíði. Það fór fullvel um hana hjá honum, og það stóð ekki öðrum nær en henni, að vera honum til aðstoðar á elliárum hans, fannst honum. Og svo taldi hann sjer trú um, að það væri stakasta óráð fyrir hana, að fara að giptast þessum lækni, sem hún þekkti ekkert. Embættismannakonur væru ekki heldur lifandi vitund betur giptar en bændakonur, hefðu engu minni búsáhyggjur og auk þess margt annað umstang. Og svo væri ekki þessi piltur einu sinni orðinn embættismaður, þar sem hann hefði ekki rjett til eptirlauna, og óvíst, hvort hann yrði það nokkurn tíma. A jólanóttina átti að halda aptansöng í kirkjunni, sem Hóll átti kirkjusókn að. Sigvaldi ætlaði til kirkju og hafði sagt Mar- grjeti að koma með sjer. Hún átti mjög annrikt aðfangadaginn við ýmsan undirbúning undir hátíðina. Hún var ekki í sem beztu skapi. Hana langaði ekkert til að fara — læknirinn hafði nokkrum dögum áður sagt, að hann mundi ekki fara. Og svo þótti henni stúlkurnar stirðar í snúningunum og jafnvel venju fremur svörular. Bóndi nokkur úr sýslunni, nokkuð langt að, hafði komið um daginn. Sigvaldi hafði tekið honum mæta vel, eins og hans var vandi, og hafði fengið hann til að staldra við fram undir kveldið, til þess að verða þeim samferða á aptansönginn. Þegar þau voru allt að því ferðbúin, kom það upp úr kafinu, að læknirinn ætlaði að slást í förina. Sigvalda gramdist það; en svo búið varð nú að standa. Veðrið var gott, þegar þau lögðu af stað. Tunglið varpaði draumablæju sinni yíir dalinn, hjúpaði hann í sínu mjúka dauf- hvíta ljósi, stráði demanta-miljónum á hjarnið umhverfis mann og sljetti úr ójöfnunum — nema hvað svartir skuggar frá hamrabeltum öðrum megin við dalinn reyndu að teygja sig ofan eptir hliðinni, en náðu skammt og ollu því einu, að ljósið sýndist skærara. Frost var allmikið, en logn og himininn skafheiðríkur, að undanteknum skýjabakka, sem lá í norðri fyrir dalsmynninu og teygði þar úr sjer, langur og ömurlegur, eins og menn segja, að Þorgeirsboli geri, þegar hann neytir loptsnáttúrunnar og bruggar mannanna börnum óvenjulega ill meinráð. Og bakkinn kom því við einstöku sinnum, að senda gust frá sjer inn dalinn. Og hvað lítill sem hann var, sá'gustur, þá var eins og hann hefði sjerstakt lag á, að smeygja sjer inn undir hökuna og svo ofan á bera bringuna; og kæmist hann þangað, þá leyndi það sjer ekki, hvað napur hann var. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.