Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 19

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 19
99 hennar spölkorn fyrir aptan þau, hóstandi og másandi. Hann var farinn að bila fyrir brjóstinu og honum var örðugt um hraðan gang. »Geturðu ekki verið samferða?« Hún ætlaði að staldra við, en læknirinn tók fastara um hand- legginn og greikkaði heldur sporið. »Jeg hef líklegast ekki verið þeirn eins góð eins og jeg ætti að vera — vinnukonunum á jeg við,« sagði hún svo eptir ofurlitla þögn. Hann var hræddur um, að hann liefði hryggt hana, og það hafði hann þó sízt af öllu haft í hyggju. »Nei, það dettur mjer ekki í hug,« sagði hann. »Mjer þykir of vænt um yður til þess, að ætla yður nokkuð slíkt.« Hún leit niður fyrir sig og brosti ofurlítið; en hjartað fór heldur en ekki að ókyrrast. »Svo það þykir yður?« sagði hún svo. Ja, hvort honum þótti vænt um hana! Vænna en um allt annað, vænna en um aJlt annað samanlagt, sem honum hafði nokkurn tíma þótt vænt um, vænna en um sitt eigið líf. Hann hafði reyndar undur lítið að bjóða henni, hlægilega, grátlega lítið i samanburði við svo marga aðra, sem hún auðvitað ætti kost á að fá. En um marga daga hefði hann um ekkert annað hugsað, en að mega bjóða lienni það eina, sem hann ætti, sjálfan sig, ást sína, umönnun sína, líf sitt. Og nú vildi hann spyrja hana, hvort hún vildi þiggja það, verða konan sín, giptast sjer með vorinu. Orð hans, sem hafa verið sögð svo óendanlega opt, byggðu um stund öllu öðru út úr huga hennar, því að enginn hafði fyr sagt þau við hana. Svo það var orðið víst, alveg ómótmælanlega víst og áreiðanlegt, að hann elskaði hana, og hún þurfti aldrei að efast um það framar! Hún gleymdi föður sínum, síhóstandi og síblótandi skammt á eptir sjer. Hún gleymdi að svara biðlinum því, er hann hafði spurt um. Hún gleymdi öllu, nema því einu, að hann gekk þarna við hlið hennar i himnesku tunglsljósinu og blessaðri kveldkælunni og elskaði hana. Hún varð svo ljett á sjer, að hana fór að langa til að hlaupa, fljúga. Dalsáin rann fram hjá svellinu, sem þau voru að ganga um, og henni fannst árniðurinn líkastur fögrum hljóðfæraslætti. »En að við dönsum hjerna yfir svellið!« sagði hún. Það var svo mikill fögnuður í rómnum, að lækninum duldist það ekki, að með þessu var spurning hans svarað skýlaust. Jafn- 7*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.