Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 22
102 tíma að geta fengizt, jafnþrályndur og hann var. — En hún treysti unnustanum til að yfirstíga alla örðugleika. Og svo ruddu ánægjuvonirnar sjer aptur til rúms — langmest í líki hlægilega smásmuglegra skyndi-hugsana, t. d. hvort læknir- inn mundi verða með pípuhatt brúðkaupsdaginn sinn — naumast, því að hann átti víst engan, og svo gat vel orðið rigning —- hvaða hesti hún mundi verða látin ríða til brúðkaupsins — hvort hún mundi geta fengið með sjer í búið gráhöttótta á, sem henni hafði lengi verið eignuð og henni þótti vænt um. Og margt flaug henni i hug enn smásmuglegra, svo hún sárskammaðist sín fyrir það, en gat ekki að því gert. Og svo kom faðir hennar aptur og aptur, og mjólkurbollinn aptur og aptur, og aragrúi af allsendis ómerkum framtíðar-hugsunum aptur og aptur. Allt þetta elti hvað annað í huga hennar, byltist þar, togaðist, flaugst á, vafðist í bendu hvað utan um annað, ósamstætt, ringlað, líkt og draumórar, án þess hún hefði minnsta vald á því. Þangað til verkur fór að koma í spjaldhrygginn og hnjesbæturnar fóru að stirðna af setunni. Þá var eins og heilinn hætti að starfa og hugsanirnar legðust til svefns. Hún leit ekki upp, en fann samt, að augu unnusta hennar störðu stöðugt á hana innan úr kórnum, og henni fannst þau senda hita inn i sál sína. — Þegar guðsþjónustunni var lokið, beið Sigvaldi ekki boð- anna, þáði engar góðgerðir á kirkjustaðnum, heldur tók þegjandi i handlegginn á dóttur sinni og leiddi hana af stað heim á leið. Það lá við, að læknirinn missti af þeim, því að hann varaði sig ekki á þessum asa. En hann náði þeim samt von bráðar. Heim- ferðin varð heldur daufleg. Læknirinn gat með engu móti fengið Sigvalda til að tala neitt við sig, og Margrjet gat engu orði upp komið við hann í návist föður síns. Sigvaldi rjeð ferðinni, svo þau fóru hægt, og Margrjeti varð afarkalt. V. Morguninn eptir kom Margrjet fram til læknisins skömmu eptir að hún var komin á fætur. Hún var mjög lasin, og ætlaði að leita ráða til hans. Og svo hafði hún margt fleira við hann að tala. Hún var ekki fyrir löngu komin þangað, þegar faðir hennar lauk upp stofuhurðinni og kom inn á gólfið með allmiklum hraða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.