Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 25

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 25
konuna fram, sagði henni að skila til læknisins, að Margrjet bæði hann að finna sig. Hann gat ekki fengið af sjer að vera viðstaddur, meðan lækn- irinn talaði við hana, heldur lokaði sig einan inni í hinum enda baðstofunnar. Þar gekk hann um gólf og var í mjög æstu skapi. Hvað það var óþolandi, að hafa orðið að láta undan með lækninn. Hvað hann mundi hælast um hjartanlega. Hvað hann mundi hlæja að honum og hæðast að honum illyrmislega. Sá mundi nú víst nota tækifærið til að láta vel að Margrjeti. Ef til vill voru þau nú að stinga saman nefjum um hann og draga dár að honum. Þessum hugsunum var hann að velta fyrir sjer, kvaldi sjálfan sig með því að blása þær út sem allra mest og útlista fyrir sjálfum sjer sem allra greinilegast, hve mikinn ósigur hann hefði beðið, hvílíka háðungarför hann hefði farið. Svo lauk hann hurðinni upp eptir nokkra stund, stakk höfðinu fram í gættina og sagði: »Er hann farinn?« »Farinn? — hver?« spurði fólkið frammi í baðstofunni. »Læknirinn, á jeg við. Er hann farinn fram?« Nei, hann var ekki farinn. Og Sigvaldi lokaði hurðinni aptur að sjer og fór að ganga um gólf af nýju. Skyldi hún nú annars ekki vera of veik bæði til þess að skemmta sjer við að draga dár að honum og til þess að taka nokkrum blíðu-atlotum af lækninum? — Hún draga dár að honum! Það var svo líklega til getið! Hún hafði helzt lagt það í vana sinn um ævina, eða hitt þó heldur, önnur eins dóttir og hún hafði allt af verið. — Utlitið hennar var annars ekkert efnilegt áðan. Þetta föla andlit allt í einu orðið blóðrautt og augun einhvern veginn svo óviðkunnanlega gljáandi. Og hvað röddin var breytt — orðin einhvern veginn slitin sundur, eins og þau kæmu í óregl- ulegum gusum. Og svo bylti hún sjer einhvern veginn svo óþolin- móðlega og eirðarlaust, meðan hún var að tala við hann. Aptur kom sköllótta höfuðið fram í gættina og spurði: »Er hann farinn?« Nei, hann var ekki farinn. Hún skyldi nú deyja! Það skyldi nú vera rjett að því komið, að hann ætti að sjá á eptir henni ofan í gröfina. Hann skyldi eiga að standa uppi barnlaus og einmana á elliárum sínum. Aleinn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.