Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 26
io6 Honum þótti ekki lifandi vitund vænt um nokkra manneskju í veröldinni nema hana — það fann hann bezt nú. Honum stóð á- sama, þótt allar aðrar manneskjur væru kornnar út í hafsauga, ef hann að eins fengi að halda henni eptir. Og svo skyldi hann eiga að missa hana! —En sú vitleysa líka af honum, gömlum og reynd- um manninum, að láta svona, þó að dóttir hans fengi dálítið sótt- veikiskast. Eins og þetta mundi ekki allt lagast bráðlega!—Já, en miklu vægari hafði sóttin verið í fyrstu í mörgum, sem hann mundi að höfðu dáið. Því skyldi Margrjet þá ekki eins geta dáið? »Er hann farinn?« Já, nú var hann að fara fram göngin. Og hann hafði beðið að skila til húsbóndans, að senda tafarlaust til hjeraðslæknisins eptir meðali, sem hann vantaði, en vildi reyna við Margrjeti. Sigvaldi sagði einum vinnumanninum, sem einmitt var staddur inni í baðstofunni, að fara tafarlaust og fá að vita nákvæmara um meðalið hjá lækninum, leggja á eina hestinn, sem var á járnum, og ríða allt hvað af tæki. Hann skyldi sjá það við hann í ein- hverju, ef hann yrði nú einu sinni fljótur. Hafði læknirinn ekki sagt neitt meira? — Nei, ekkert meira. — Ekki neitt um Margrjeti? — Nei, ekki neitt um Margrjeti. Jú, einhver hafði heyrt hann segja, að hann kæmi bráðum inn aptur. Hann hafði verið frámunalega alvarlegur. Læknirinn kom inn aptur, gaf Margrjeti inn og gerði aðrar ráðstafanir henni víðvíkjandi. Sigvaldi stóð hjá þeim í þetta skipti, horfði í gaupnir sjer, leit við og við til Margrjetar, og sagði ekki eitt einasta orð. Sjúklingnum þyngdi eptir því sem á leið daginn. Sigvaldi var lengst af inni hjá henni, undi illa annars staðar. Honum fannst, hann þurfa að horfa á hana, þó að hann gæti ekkert að hafzt, hefði ekki einu sinni lag á, að hagræða henni neitt í rúminu. Læknirinn kom allt af við og við inn, en ekkert orð töluðu þeir Sigvaldi saman. Sendimaðurinn kom aptur fyr en við var búizt, og kom jafn- nær. Hann hafði ekki komizt lengra en að ánni, því að hún var að ryðja sig. Hann hafði haft tal af ferjubóndanum, og auðvitað hafði hann sagt með öllu óferjandi. Hann var einbeittur mótstöðu- maður Sigvalda, einn af áköfustu formælendum brúarlagningarinnar, enda átti brúin að verða fyrir hans landi. Og hann hafði stungið því að sendimanni, að hann skyldi skila til Sigvalda gamla, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.