Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 30
IIO hafði verið á henni miðri. Og svo sogaðist bæði brúin og dóttir hans í kaf. Hann hrökk upp með andfælum og hjartverk, settist upp í rúminu og reri fram og aptur, eins. og hann þyldi ekki við fyrir kvölum. Var það ekki hatramlegt, að þessi brú skyldi stöðugt vera að kvelja hann, vakandi og sofandi? Og hann fór aptur að hugsa um hegninguna og varð aptur reiður, eins og kveldinu áður. Svo flaug honum allt i einu i hug, að þetta kynni líka að vera hegning fyrir eitthvað annað. Hann hafði nú t. d. ekki ævinn- lega verið dóttur sinni góður. Yms atvik, sem hann var búinn að gleyma fyrir löngu, ritjuðust nú upp fyrir honum, urðu eins ljós eins og þau hefðu gerzt daginn áður. Þar á meðal eitt frá þeim árum, er dóttir hans var ofurlítið barn. Einn morgun hafði hann legið í rúminu eptir að hún var komin á fætur; hann langaði til að sofa og reiddist við hana, af því að honum þótti hún hafa of hátt. Hann kallaði á hana, ekki óþýðlega, og hún kom að rúm- inu hans i grannleysi, án þess að eiga sjer nokkurs ills von. Þá gaf hann henni löðrung og hún fór að hágráta. Þetta atvik brenndi hann einna sárast innan, einkum óttaleysið, traustið á andlitinu á henni, þegar hún kom að rúminu. Já, hann hafði allt af verið henni vondur — allt fram að því augnabliki, sem hún lagðist í rúmið með helsóttina í blóðinu — og hún hafði allt af verið honum góð. Hann átti ekki skilið að eiga hana, og þess vegna ætlaði guð að taka hana af honum. Og ef til vill var hann sjálfur beinlínis valdur að dauða hennar. Hvað hafði ekki læknirinn sagt um bæinn! Og gat það ekki líka vel verið, að ofstopinn í honum hefði veikt hana meðfram og gert hana óhrausta? Hún rumskaðist og stundi — stundi svo sárt, að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds — og talaði einhverja vitleysu. Hann varð alveg friðlaus, reri sem ákafast og fór að biðja guð, bað eins og barn, sem á von á strangri hirtingu: »Nei, nei, nei — guð almáttugur — taktu hana ekki, taktu hana ekki, taktu hana ekki — jeg skal aldrei, aldrei gera það optar — jeg skal allt af, allt af vera henni góður — jeg skal gera allt, allt, allt, sem hún vill — allt, allt, allt, sem þú vilt — ó, taktu hana ekki, taktu hana ekki, faðir vor, þú sem ert á himnum!« En bænin friðaði hann ekki grand. Hann fór að hugsa um lækninn, sem hann hafði gefið svo afdráttarlaust og háðulegt afsvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.