Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 37
”7 Kv æ ð i. I. Óðinshanarnir og skáldið. Núna tvo á tjarnar lá, Tíðum nef er bifa, Oðinshana eg synda sá Og sifelt vera að skrifa. Skrifara nefna skatnar þá, Skelfing rita tetrin, Nef sem penna notað fá, En nauðfljótt hverfa letrin Piltar fyrir pergament, Að pára á sína speki, Alvott nota element Og eyða ei neinu bleki. Þeir á lána letra slíkt Lipurt alla vega; Aðrir gera eitthvað líkt, En ekki bókstaflega. Margt á vatni vitum skráð, Vilmál kvenna og fleira, Örstutt letrað, óðar máð, Ekki segi eg meira. »Óðinshanar, ítrir þjer, Eitt mig fýsir vita, Skrifarar heilir, hermið mjer, Hvað eruð þjer að rita?« Naskir kváðu og niprir tveir: »Náttúrlega — kvæði«; 0 já, þannig intu þeir Og áfram skráðu í næði. II. Bylgjuleikur. Opt fær það mjer yndis að sitja við sæinn, Er svalandi blæinn Að ströndinni ber yfir bláfreyddan æginn, Og horfa á bárur og heyra í þeim niðinn, I huga minn tíðum það leitt hefir friðinn. Þá sjón mína’ og huga þær smáhrannir teyma, Er suðandi streyma; Eg verð hjá þeim systrum sem væri jeg heima, Og ljúft fellur sál minni í leik þeim að fylgja, Sem lætur að vonum, því sjálf er hún bylgja.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.