Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 41
12 I þau í baráttunni gegn þessum óvinum, og skal lítið eitt minnzt á þau síðar. Þegar litið er til þess, hve litlar og ljettar bakteríurnar eru, þá er ekki furða, þótt þær geti loðað við alla skapaða hluti og breiðzt víðsvegar út, enda má vist fullyrða, að enginn sje sá staður á jörðinni, að ekki komi þar einhverjar bakteríur; en þó liggur það i augum uppi, að flestar eru þær þar, sem lífsskilyrði þeirra eru bezt uppfyllt. Einkum úir og grúir af þeim, þar sem mikið af mönnum eða dýrum er samankomið, svo sem í þjettbýlum löndum og stórbæjum, því að þar verður þeim ætíð eitthvað til eldis, enda er óþrifnaðurinn yfirleitt mestur á slíkum stöðum, og er vist tæplega unnt að gjöra sjer hugmynd um allan þann fjölda. Einn af uppáhaldsstöðum margra þeirra er rnagi og garnir dýra og manna, enda hafa þær þar mátulegastan hita, næringu og vætu; er það því óðs manns æði, að nota saurindi dýra sem ,bakstra’ við sár. Sama er að segja um þau ,húsráð’ »að grafa skepnur (með heilabólgu) niður i mykjuhaug, svo að eins höfuðið standi upp úr«, eða »maka nýju sauðataði utan um fætur hestsins (með stein- sótt) og allt upp að kvið hans, eða grafa hann niður í taðbing« (Búnaðarrit 1894!). Slik ráð eru eigi að eins viðbjóðsleg, heldur og þrælsleg. — Sumar bakteríur flytjast að eins með sjálfum sjúkl- ingunum, og geta þær eigi lifað nema í dýrum. Aðrar, sem bæði geta lifað í og utan dýra, berast opt á ýmsan annan hátt, þó virðist sem flestar þeirra geti síður flutzt langar leiðir í loptinu tómu, enda væri annars ekki auðið að stemma stigu fyrir þeim, eins og raun er á orðin. Reyndar er alltaf meira eða minna af ryki eða smákornum í loptinu, og geta bakteríurnar hæglega loðað við þau og borizt svo fyrir vindi, en allt um það mega menn ekki telja það sjálfsagt, að til einkis sje að varast samgöngur, þegar næmir sjúkdómar eru á ferðum; það er öðru nær. Það bendir og á, að bakteríur berast síður langt i loptinu, að hinar einstöku tegundir þeirra eru mjög misjafnt útbreiddar í hinum ýmsu löndum og sveitum, og einkum þar sem litlar samgöngur eru. Eannig hefur Island sloppið við margar næmar drepsóttir, er geiga í útlöndum, aðallega vegna þess, að þangað eru sjaldan eða aldrei innfluttir gripir; hinsvegar hefur það svo að segja einkarjettindi á öðrum drepsóttum t. a. m. bráðafárinu. — Rotnunar- og graptrar-bakteriur eru nær alls staðar, og því er rotnun og sáraígerð svo almenn. Ekki mega menn þó ætla, að allar bakteríur sjeu til ills eins, því að sumar eru bráðnauðsynlegar fyrir ýmsar atvinnugreinir, er byggjast á gerð eða rotnun, og auk þess er rotnunin í sjálfu sjer nauðsynleg, til þess að uppleysa ýms organisk efni, svo að jurtirnar geti notað þau sjer til næringar, og er því beinlínis og óbeinlínis nauðsynleg öllu lífi. Sumar bakteríur eru nauðsynlegar fyrir melt- inguna; þannig er ein tegund þeirra ómissandi dýrum, er af jurta- fæðu lifa, því að annars mundu þau ekki geta haft not af trjeefn- inu, sem er eitt af aðalefnum jurtarinnar. Eptir þessu má því skipta bakteríum í tvo flokka; til annars flokksins heyra þær, er veikindum valda (patliogene Bakt. eða »sýki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.