Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 43
12} í blóðinu (t. a. m. miltisbrandsbakterían), gjörðu aðallega rnein með því, að ræna rauðu blóðkornin súreíni því, er þau eru að flytja frá lungunum út um allan líkamann, hinum frutnlunum til viðurværis, og ályktuðu það af því, að slíkt blóð er dökkt sem blóðæðablóð (er rennur frá frumlunum út til lungnanna til að sækja aptur súrefni). Þetta er að nokkru leyti rjett, því að auð- vitað hljóta bakteríurnar að fá það súrefni, er þær þurfa með, frá blóðinu, en aðalskaðsemi þeirra er þó ekki í þessu tolgin. Nú vita menn, að allar bakteríur framleiða við æxlun sína og þróun í dýr- unum ýms eiturefni, sem svo annaðhvort beinlínis skaða eða drepa hverja einstaka frumlu eða óbeinlínis með því, að lenda í blóðinu og gjöra rauðu kornin óhæf til að taka í sig súrefnið og flytja það. Þessu til sönnunar má geta, að blóðið er opt dökkt í þeim skepnum, er dáið hafa af eitri, sem ekki stafaði frá bakteríum og því ekki um neina súrefniseyðslu að tala. Sömuleiðis getur ekki hin eldri skoðun náð til þeirra baktería, er alls ekki þola súrefnið, en gjöra þó lík spell og hinar; má hjer nefna til bakteríu þá, er veldur stjarfa (stífkrampa); hún þolir ekki súrefnið og getur því ekki lifað í blóðinu; þar á móti situr hún í sárum þeim, er hún hefur komizt í, og bruggar þar eitur, sem svo kemst inn í blóðið og berst með því um allan kroppinn. Það er þó að eins eitur hinna illkynjaðri baktería, sem lendir í blóðinu. Sumar bakteríur, sem í sjálfu sjer eru ekki mjög illkynjaðar, geta valdið miklum meinum, þegar svo úir og grúir af þeim, að þær þrengja að fruml- unum eða stöðva blóðrásina í háræðunum. Þær geta og tekið sjer bólfestu í einstökum líffærum og ónýtt þau, og valdið þannig dauða skepnunnar. Til þess þó að geta gjört verulegt mein, verða bakteríurnar að komast inn í vefi dýrsins, inn fyrir yzta lag hörunds og slím- hinna, þangað sem þær fá næga vætu, næringu og hita. Reyndar geta sumar þeirra valdið megnum sjúkdómum með þvi, að lifa og vaxa í görnunum og framleiða þar eitur, sem svo kemst inn i blóðið, án þess að sjálfar bakteriurnar komist með. En bótin er, að dýrin eiga góða verju bæði í hörundinu og slímhinnunum, þvi að frumlur þær, er mynda yzta iag þeirra (Epilheliet), eru þannig gjörðar, að þær standast nær allar árásir bakteríanna, en þó því að eins, að þær og innbyrðis samband þeirra sje óbrjálað. — Sje þvi hörundið óskaddað, þarf tæplega að óttast bakteríur; þó geta þær stundum nuddazt, t. a. m. undir reiðingi, inn í svitaholurnar og framleitt smákýli. Miklu veikari en hörundið eru þó slimhinn- urnar, enda þola þær miklu ver öll ytri áhrif og þarf lítið til þess, að smábil (örsmá sár eða rifur) komi á milli frumlanna. Auk þess geta bakteríur lifað lengur eða skemur i slími þeirra og hafa þvi hæginn á að komast inn við hið minnsta tækifæri. Eitt afþví, er þær þola illa, er kuldinn; hann veikir þær svo, að bakteríur hæg- lega geta sloppið inn. Innkuls eða kvef skoða menn nú sem bakteríusjúkdóm; væru bakteríurnar ekki við hendina, mundi slím- hinnan sýkjast miklu minna, enda hafa menn tekið eptir þvi, að miklu er mönnum ókvefgjarnara úti á reginhafi en í borgum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.