Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 54
134 II.VARÚÐARREGLUR. Hjer er þrenns að gæta: i. að athuga nákvæmlega útsáðsjarðeplin (sáningin); 2. að hirða vel garðinn; 3. að taka jarðeplin skynsamlega upp. hver partur verður sjálfstæð.frumla, og er hýðið brestur sundur, koma þessar smáu frumlur út (2. mynd c). Pessar frumlur eru einnig æxlunarfæri sveppsins, sporar (2. mjmd d), og hafa þær tvo hreyfiþræði, er pær hreyfa sig með í vatni. Þær eru aflangar að lögun og lítið eitt íbjúgar; þær hreyfa sig nokkra stund fram og aptur í vatninu, verða því næst kringlóttar og fara að vaxa. Rær bora sig gegn um yfirhúð blaðsins (eða stöngulsins) og kvislast því næst inn í frumlur þess (3. mynd, a og b) og eptir nokkurn tima er þar kominn jarðeplasveppurinn i fullri mynd. Til þess að sporarnir grói, er nauðsynlegt, að vatn sje fyrir hendi, og þannig stend- ur á þvi, að sýkin cr hæg- fara í þurkasumrum, en mjög skæð i votviðrum. Á hinum sjúku jarðepla- blöðum sjest að utan, eink- um á neðri hlið blaðsins, brúnleitir blettir með gráa myglurönd umhverfis (sjá 4. mynd). I myglurönd- inni er sveppurinn í fullu fjöri og framleiðir þar spor- ana, en brúni liturinn kemur af því, að blaðið er dautt með blettum, þar sem svepp- urinn hefur sogið úr þvi lifið. Sveppurinn lifir einnig i sjálfum jarðeplunum (kartöfl- unum), og þar hefur hann vetursetu, og meira að segja jarðeplin sjálf eru hans ein- asti vetrargriðastaður, því annars staðar getur hann ekki lifað veturinn yfir sök- um kulda. Regar sjúkum jarðeplum er sáð að vorinu, vex sveppurinn með hinum 4. mynd. ungu jurtum og kernur fram á blöðum þeirra seinna. Meðal allflestra jurta, er mjög eru ræktaðar, koma upp ýms frá- brigði (varietas), sem að meira eða minna leyti likjast aðaltegundinni. Svo er og með jarðeplin. Margar tilraunir hafa verið gjörðar til að fá að [vita, hver frábrigði þyldu bezt sýkina. Eigi hafa rnenn náð fullri vissu í þessu atriði, en sem stendur virðist sem frábrigði þau, er kallast ,magnum bonum’ og ,Richters Imperator’, þoli sýkina bezt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.