Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 60

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 60
140 langfremst og hin ágætasta skáldsaga, sem komið hefur út á Englandi i mörg ár. Hallur hefur ferðazt á Islandi og þykir honum vera ættar- svipur mikill með Islendingum og Manarbúum. Hann hefur ritað litla bók um Mön, um eyjuna sína; er hún rituð af miklu fjöri og ættjarðar- ást og hefur hænt margan mann að eynni. Hallur var nýlega sendur til Kanada til að semja við menn um ný lög vikvíkjandi eignarrjetti höfunda á ritum, og var honum tekið eins og hann væri sendiherra Englands. Manarbúar eru farnir að sýna ferðamönnum staði, þar sem persónur i sögum hans hafa búið, líkt og Skotar gera, þegar um Walter Scott er að ræða. Má af öllu þessu marka, hver bjargvættur og land- vættur Hallur er fyrir Mön, og mun nafn hans þar seint fyrnast. Næst mun jeg segja meira af sögu Manar, sem er fróðleg oss ís- lendingum, en jeg skal geta þess, að prófessor Steenstrup i Höfn hefur villzt á Mön og Anglesey í hinu mikla og ágæta riti sinu Normannerne, af því þær hjetu báðar sama á latínu: Mona. Milli 40 og 50 rúnasteinar hafa fundizt á Mön, og er á þeim öllum islenzka eða norska. Átti Guðbrandur Vigfússon í rimmu útaf þeim við aðra rúnafræðinga, Isaac Taylor og W. P. Kermode, sem er Manarbúi og manna bezt að sjer i Manarrúnum. Eyjarskeggjar. eru mjög svipaðir Islendingum i 3'firbragði og yfir- litum, sami blendingur af norrænu og keltnesku blóði og lunderni og lifnaðarháttum. Má oss Islendingum renna blóðið til skyldunnar, er vjer athugum þessa smáþjóð, sem hefur haft mál sitt, stjórnarskipun sina og lög i þúsund ár eins og vjer, þó margt misjafnt hafi yfir þá dunið. Peir eru, eins og vjer, að rýmka um frelsi sitt, en ekki veit jeg til að Englandsstjórn hafi neitað einu einasta lagafrumvarpi, sem afgreitt hefur verið frá Manarþingi, á þessari öld. Konur hafa t. d. kosningarrjett á Mön, þó ekki hafi þær hann á Englandi, en líklega væri Danastjórn ekki lengi að hugsa sig urn að neita slíkum lögum frá alþingi íslendinga. Jón Stefánsson. Eiðurinn. Kossinn (framh.). ’Það leið ei nema lítil stund’, og lítil gerðist saga; en þennan stutta, þögla fund þau þreyðu um alla daga. Þó heila æfi, hug og mund þau hvort þar öðru gæfi, þá leið ei nema lítil stund, en ljúfust stund á æfi.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.