Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 61

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 61
Það var þitt sæla sumarskin, þú sólin dýrðar-bjarta, sem skein svo frítt hjá fyrsta vin og fól sig innst í hjarta. Þar geymir æfin alla tíð þá æskuminning sína, að hafa sjeð þig, sólin blíð, og sælugeisla þína. Þau hefðu setið kinn við kinn við kossa munar-óminn; en lífið gleymda gægðist inn með gamla, kalda róminn; og kossinn hinnsta hljótt hún fær á heita, þyrsta munninn. — Svo stóð hún upp, hin unga mær, því út var stundin runnin. Þá gætti hún að og vatt sjer við, hvort vitni klæðin bæri: hún leit á arrna, leit á hlið, ef lítið brot þar væri. En þar var hvergi hóti breytt, og hárið jarpa, langa, það hafði varla haggazt neitt á herðum eða vanga. Svo tók hún blek og bók í mund og byrjar sína göngu; hún varð að standast föður fund og föðuraugun ströngu. Hve sporin voru hál og heit, það hjörtun beggja fundu; en á þá bók hann allt af leit að entri hverri stundu. Þar gekk hún tigin, grönn og há, sem gyðjur Suðurlanda, og hvorki fór hún hraðar þá nje hægar en að vanda.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.