Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 62
142 Hún leit til hans — og hvarf í því hún hjartans kveðju sendi. O, það var hyldjúp eilifð í þeira augum, sem hún renndi. Þar sat hann eptir. Ein hún tróð nú inn að sínum dómi. En kæmi hún þar nú klökk og rjóð og kann ske veik í rómi, og augun hvössu hvestist meir og henni loga sendu!— Ó, það var eins og eldar þeir hans eigið hjarta brenndu. Nú bar að framan eins og eim af ýmsra radda hljómi; þar nam hann snöggvast hreinan hreim af hennar skæra rómi. Svo hevrðist ekkert, ekkert hljóð, að innan nje að framan. Þar sat hann einn og orti ljóð, sem aldrei komust saman. Álfar. Lífið hún sá í ljóma þeim: Ijósinu af bláum augum tveim. Alfar sjá um allan heim, enginn er svona fríður. Álfaþjóð í brúðardansinn býður. Glóir í ljóma inn gamli bær glaðar en sól á vori, rjettir arminn út og hlær álfur í hverju spori. Hver er röddin sæta sú sem að eyrum líður? Aldni heimur, ert það þú orðinn svona friður? ,Kondu, kondu, kondu nú’ kallar rómur þýður. Alfaþjóð í brúðardansinn býður..

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.