Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 63

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 63
,Þú átt alein þetta skraut, þú átt gullinkransinn.’ Sett er á hana silkiskaut, svo er hún leidd í dansinn. ,Brúðarslagur byrjar nú! brúðguminn þinn er fríður, þú og hann og hann og þú,’ hljóðið urn salinn líður. ,Brúðgumann valdi brúður sú brosi þeim heimur víður.’ Álfaþjóð í brúðardansinn býður. Konung álfar kjósa sjer, ,kóngur á hann að vera, krónan hin er handa þjer, hana átt þú að bera. Dönsum, dönsum, dönsum þá! dýrðleg er konungs ganga; aldrei dvínar dansinn sá dagana þeirra langa. Fögur er króna á kóngi þeim, kóngurinn ekki síður. Álfar sjá um allan heim enginn er svona fríður.’ Álfaþjóð í brúðardansinn býður. Já, svanninn ljúfi, leiktu þjer, þig lætur ástin dreyma, sem vorar sælu sálir ber í sina dýrðarheima. Þar óma kvæðin ljúf og löng sem laða hjörtun ungu. Hún kann svo margán sætan sön á sína fögru tungu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.