Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 68

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 68
148 Það sleit þau æsku bróður-bönd, sem bundu’ hans hug og mund, er áður fyr á hennar hönd hann horfði marga stund. Hann fann það enn, hve blóðið brann, er brosti’ ið kæra fljóð; hann orti vísu um vanga þann, það var hans bezta ljóð. Nú mátti’ hún loksins heyra’ hans hjartans óð. Og liðnum yndis-árum frá steig ótal mynda fans, sem hneigðist ljúft með bros á brá að brjósti ins sæla manns; þær hvísla í eyra hins unga sveins þeim orðum hver um sig: »Jeg bý við hjarta hennar eins, því hún á líka mig; hún elskar, elskar, elskar, elskar þig«. Svo hugði’ hann loks á heim og tíð — og Hóraz gamli beið; það tókst sem fyr ið forna stríð, og fór á sömu leið. Á sjer hann ótal augu leit, og eins og neista fann; það kom frá skólans sveina sveit, er sá hver stríðið vann. Það var enginn, enginn nema hann. En það var annað augnaráð, sem öðrum neistum skaut, er gátu heitum glóðum stráð hans greiðu sigurbraut. Hann sagði: »Búin bernsku-synd«, og beit á vör um leið, sem skelfdi’ hann einhver meinleg mynd og minni um heimskan eið. Nei, það var ekkert — að eins vörin sveið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.