Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 70
150 á landi 2 járnbrautir og akbrautir út frá þeim, en á sjó smáskip með ströndum fram, að minnsta kosti einn gufubát i hverjum landsfjórðungi, en engar samfeldar hringferðir með stórum gufuskipum. Vjer vorum nýlega að lesa í hinni ágætu ritgerð »Um framfarir Islands« eptir Einar sál. Asmundsson i Nesi, og gladdi það oss mjög að sjá, hve hjartanlega hann var oss samdóma. Oss virðist því vel til fallið, að benda lesendum EIMR. á, hvað þessi glöggskyggni maður, sem allra manna bezt hefur ritað um framfarir vorar, segir um þetta efni. Hann segir meðal annars svo: »Þegar menn aptur líta til þess, að landið er umflotið af sjó áalla vegu, og byggðin á því að kalla eingöbgu á ströndunum, þá virðist liggja i augum uppi, að aðalþjóðvegurinn fyrir alla vöruflutninga og megin-samgöngur innanlands ætti að vera á sjónum. En til þess að nota þennan þjóðveg sem bezt, þarf að hafa gufuskip, er gangi aptur og fram með ströndum landsins allan þann hluta ársins, sem fært er fyrir ísum og illtíiðrum, en það er við suðurstrendur landsins hjer um bil þrír fjórðu hlutar ársins, og við norðurstrendumar venjulega svo sem hálft árið. Til þessa mundi fyrst um sinn nægja að hafa eitt lítið gufuskip, en með framtíðinni, þegar þarfirnar vaxa, mundu þau þurfa fleiri, því eins og nú hagar til og lengi mun til haga hjá oss, verður hentugra að hafa heldur til þessa fleiri skip og smærri, en fœrri og stœrri. Sumir ætla, ef til vill, að sjórinn sje svo illur við Island, að eigi dugi að hafa til flutninga umhverfis landið nema stór gufuskip; en þetta er ástæðulaus imyndun, þvi smáum skipum er ekki hættara að tiltölu en stórum, ef þau á annað borð eru sterk og vel löguð; eins og hafnir vorar eru nú, er stórum skipum einmitt miklu hættara á þeim.............. . . . Reglubundnar og tiðar milliferðir og flutningsferðir milli helztu staða á landinu eru þjóðfjelaginu eins nauðsynlegar og blóðrennslið í líkama mannsins er honum nauðsynlegt, til þess að hann geti lifað og þrifizt. Þjóðfjelagið getur því trauðlega varið nokkru fje betur en því, sem það ver til að koma á og halda við slíkum skipaferðum, sem hjer er ráð fyrir gjört, milli hafnanna á landinu ............ Hvenær sem eitthvert lag kemst á stjórnarhætti og fjármál Islands, og öllu verður eigi haldið lengur í slíkum rig og ramdrætti sem nú, hlutaðeigendum til minnkunar og skaða, þá er ekkert, sem Islendingar þurfa fyr og með meira örlæti úr að bæta, en samgönguleysið............... Vor hjartans sannfæring er, að á engu sje brýnni nauðsyn nú þegar, en að gjöra samgöngur og viðskipti i landinu svo greið, sem framast má verða, og þvi höfum vjer einkum ætlazt til eigi alllitils í þeirri grein. Geti þetta bráðlega lagazt eptir þörfum, þá mun, að von vorri, fjelagsandi og fram- taksemi vakna hjá þjóðinni, og hvers konar framfarir i öllum greinum koma með timanum eins og af sjálfum sjer«. Siðan þetta var ritað er liðinn rúmur fjórðungur aldar, og þá datt engum járnbrautir í hug; annars mundi Einar sálugi hafa tekið líka fram nauðsyn þeirra, að minnsta kosti fyrir þann hluta landsins, er eigi gæti notið skipaferðanna nema »svo sem hálft árið«. HÁSKÓLINN ÍSLENZKI. Eins og kunnugt er, berja forvígismenn háskólans islenzka þvi blákalt fram, að ef lagaskóla sje komið á fót i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.