Eimreiðin - 01.05.1896, Page 72
152
og hefur svo glöggt auga á öllu því, er norskt getur verið. Vjer erum sömu
skoðunar sem dr. B. M. Olsen í því, að flest böndin berist þar að Islendingum,
en þó ber þess að gæta, að fyllilega verður það að líkindum heldur eigi sann-
að, hvorir ort hafi meiri hlutann af kvæðum þessum, Islendingar eða Norðmenn.
Eitt undur hefur komið i ljós í máli þessu, síðan dr. F. J. í fyrstu gat um
skoðun sína á uppruna Eddukvæðanna. Tveir íslenzkir menntamenn hafa látið
það í ljósi í Reykjavíkurblöðunum, að hann væri að reyna að svipta ísland Eddu-
kvæðunum, til þess að koma sjer í mjúkinn við Dani. Ef rógburðar-óþokki hefði
látið þetta í ljósi, þá hefði enginn á það minnzt. En aldrei getur það orðið
menntamönnum samboðið, að geta eigi hugsað sjer, að menn geti gert vís-
indalegar rannsóknir án undirhyggju og smjaðurs. Auk þessa er þetta fjarri
sanni. Ef Danir ættu um tvennt að velja, mundu þeir flestir efalaust kjósa
heldur, að Eddukvæðin væru eign Islands en Noregs. Væri að því leyti rjett-
ara að gera oss og dr. Birni Ólsen slíkar getsakir, en þó nær það eigi heldur
neinni átt. Það verða þeir að gera, sem sannir vísindamenn vilja vera, að láta
í ljósi þær kenningar, sem þeir finna við rannsóknir sínar, hvort sem þær eru
þeim hugljúfar eða eigi. Það hefur dr. Finnur gert.
Annað bindið af bókmenntasögu F. J. á að vera um bókmenntir Islend-
inga og Norðmanna á 12. og 13. öld. Það er gullöld bókmennta vorra, einkum
að þvi leyti, er sagnaritun vora snertir. Fyrsta heptið er nú nýlega komið út, og
er það um skáldskapinn á þessum öldum. Skýrir F. J. þar í upphafi sinnar bók-
ar frá hag manna í Noregi og á Islandi, að því leyti sem það varðar bókmennt-
irnar, síðan frá kveðskapnum almennt, þá norskum kveðskap og þá íslenzkum.
Tekur íslenzki skáldskapurinn þar mest rúm, því mörg skáld voru uppi á íslandi
á þessum tíma, eins og áður á 10. og 11. öldinni, en ekki þykir höf. nú skáld-
skapurinn jafngóður og áður, og er það rjett. Yms skáld urðu að vísu fróðari um
allar rímreglur og færari til þess að fylgja þeim en nokkru sinni áður; voru sum
þeirra að því leyti hin mestu listaskáld, svo sem Snorri Sturluson. En hugsunin
var sjaldan verulega frumleg eða ný; efnið var opt hið sama sem áður, um
hemað og hreystiverk, og meðferð þess líka hin sama. þess vegna eru ýmsar
drápur frá 12. og 13. öld að ýmsu leyti að eins eptirlíkingar af eldri drápum.
Hin merkasta nýjung, sem kom i ljósáþessu tímabili í íslenzka skáldskapn-
um, er kristilegi kveðskapurinn. Að vísu hófst hann fyr, en hjer ræðir um, og
bryddi jafnvel á honum þegar er kristni var í lög tekin. Eilífr Guðrúnarson, er þá
var á lífi, kvað síðastur skálda drápu um Þór, en hann varð og fyrstur manna
til þess að flytja Hvíta-Krist drápu. En hjer um bil allur kristilegur kveðskap-
ur frá 11. öldinni er nú farinn forgörðum fyrir löngu, enda hefur hann varla
verið mikill. Er kristnin varð kunn, fengu skáldin þar nýtt yrkisefni, enda er
sumt af kristilega skáldskapnum frá þessum tíma ágæt kvæði, svo sem Liknar-
braut og Sólarljóö.
Oðru vísi stóð hagur bókmenntanna í Noregi á 12. og 13. öldinni. Þjóð-
legar bókmenntir urðu þar því nær engar. Þjóðrekur munkur (síðla á 12. öld)
ritaði sögu-ágrip sitt á latínu, og Hákon gamli ljet á miðri 13. öldinni þýða
latnesk og rómönsk rit á norrænu, en engar innlendar bókmenntir spruttu upp
af því. Skáldin voru þar bæði fá og smá, en á Orkneyjum voru 2 skáld merk,
Rögnvaldr jarl kali (J- 1158) og Bjarni biskup Kolbeinsson (1222), vinur þeirra
Hrafns Sveinbjarnarsonar og Oddaverja.
Hverjum þeim, sem vill fræðast ýtarlega um bókmenntir vorar, mun þykja
gaman að lesa bókmenntasögu F. J. Hún er ljóst og skipulega samin, málið