Eimreiðin - 01.05.1906, Side 13
93
ef minsti andvari bærðist frá suðri. Einu sinni var óskírlífinu kent
um, og haldið að það framar öllu öðru greiddi pestinni götu. Af
því hlauzt mesta siðsemi um stund og sumir skildu jafnvel við
konur sínar að borði og sæng. 011 böð áttu að vera óholl og
forðuðust því margir allan þvott. Edik var alment notað eins og
menn nú brúka karbólvatn. En eitt af þeim skringilegustu ráðum
meðal hinna mörgu, sem áttu að koma í veg fyrir pestina, var
það, að drekka þvag sitt daglega, og fylgdu margir því ráði grand-
gæfilega og héldu vera heilsusamlegt, en beiskt læknismeðal,
Pegar menn sáu, að hinar algengu bænir og helgiþulur ekkert
dugðu, reyndu menn ýmsar nýjar eða breyttu hinum gömlu á
allar lundir. Menn lögðu á sig föstur og ýmsar vandlætingar;
létu taka sér blóð í ríkum mæli og neyttu daglega kröftugra
hægðameðala.
Lengi framan af var það algengt, að klerkar og nunnur gengu
í skrúðgöngu með sakramentin og ýmsar helgileifar og sungu
sálma. þá voru og bænagjörðir og messur mjög tíðar í kirkjunum.
En þegar það kom í ljós, að allur sá mannsöfnuður virtist fremur
stuðla að útbreiðslu veikinnar, var í flestum borgum bannað að halda
messur og aðrar samkomur. Pegar t. d. pestin í Kaupmannahöfn
17II stóð sem hæst, var prestum fyrirskipað að láta sér nægja
með eina bæn á viku gegn pestinni, í stað þess sem áður var á
hverjum degi — »saasom det falder vidtloftigt i disse svage Tider«,
þegar ekkert virtist duga til að blíðka reiði drottins, köstuðu
menn trúnni og tóku það ráð, að njóta lífsins í fullum mæli meðan
það entist. Einkum átti það sér stað á Ítalíu, og hefur skáldið
Boccacio sagt frá því í hinni frægu bók sinni »Dekameron«. En
sumir ákölluðu seinast í vandræðum sínum sjálfan fjandann, en
fengu pestina engu að síður.
þó sjaldgæft væri, kom það þó fyrir, að jafnvel þeir, sem
mesta umgengni höfðu við sjúklinga, sluppu við veikina. þannig
segir sagan, að þegar pestin gekk einhverju sinni í Norrköping í
Svíþjóð, hafi förukarl einn, sem vanur var að leika á lírukassa á
strætum og gatnamótum, fundist dauðadrukkinn á götunni. Menn
héldu að hann væri dauður og óku honum ásamt pestarlíkum út
á kirkjugarð. En þegar farið var að kasta hann moldum, vaknaði
karl við vondan draum og var hinn hressasti. Hann lifði eftir
þetta mörg ár og fékk aldrei pestina.
í byrjun pestsóttanna voru líkin jörðuð með vanalegri viðhöfn,