Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 17

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 17
97 fékk að stíga fæti sínum inn til okkar svo árum skifti. Allar skuldir goldnar jafnskjótt og þær áféllu. Heyfyrningar hvernig sem áraði. Eldi- viðar- og bjargarþrot aldrei á vorin, en stakur sparnaður og nýtni í öllu, örfáar kröfur gjörðar til þæginda og ánægju. Húsakynni voru eins og moldarkofarnir okkar geta verstir verið. Baðstofan lítil og lág með torfbálki, óþiljuð öll, nema lagðar lausar fjalir fyrir ofan rúmin. Rúmstæðin torfbálkur með rúmstokki og fóta- gafli úr fjölum. Ekkert borð, ekkert sæti annað en rúmin. Hillur yfir hverju rúmi, þar stóðu askarnir, diskarnir og margt annað rusl. Á innra stafgólfinu, annars vegar á þekjunni, var tveggja rúðu glergluggi lítill, en í fremra stafgólíinu var skjágluggi — líknarbelgur blautur þaninn á trégjörð, settur svo í kringlótt gat á þekjunni. Ef glerrúða brotnaði, þá varð stundum að setja þar skjáglugga líka, g!er var ekki til. Daufa glætu bar í gegn um skjáinn, en ef rigningarstormur var, þá þaut í þeim skjá, belgurinn slaknaði í hringnum, skeltist og smeltist, seinast kom hár hvellur og hann flaksaðist í gluggagatinu rifinn í skækla; var þá sem f dúnalogn dytti, þó ofsaveður væri. Á flestum kofunum var skjágluggi, smellandi, skellandi. Það voru alveg ótrúleg læti í öllum þeim skjágluggum. Til ljósa á vetrum var höfð hrossafeiti eða sellýsi. Járn- eða kopar- lampi hékk í mara milli rúmanna og sendi daufa glætu um baðstofukytru okkar, en járnpanna (kola) var brúkuð í frambæ og fjósi, skaftinu stungið í vegg. Fífukveikir voru í hvorutveggju og dálítil spýta höfð til að gera að ljósinu með: ýta kveiknum fram í »nefið«, ef ljósið þótti oflítið. Yfir eldinum héngu pottarnir í hóbandi: reiptagli upp um bita með löng- um járnkrókuin neðan í — hóbandskrókum —, sem krækt var í pott- eyrun. Þegar falinn var eldurinn, var felhellan — stór grjóthella — látin ofan á öskuna, sem breidd var yfir eldinn; á þeirri hellu voru sokkar þurkaðir yfir nóttina. Sauðatað var eingöngu haft til eldsneytis. Aldrei hef ég séð jafnfáa og ófullnægjandi búshluti á bygðu bóli, eins og á heimili okkar. Engin Iæst hirzla var til, alt, sem dýrmætast þótti og vandgeymt, var haft undir sængunum í rúmunum; þar var öllu mögulegu saman safnað. í’ar voru peningar hafðir, ef til voru — sem oftast mun hafa verið — í vetlingi eða háleist, bandprjónar, svo þeir ryðguðu ekki, sykur, svo hann rynni ekki o. s. frv. Þar voru nærföt, sokkaplögg, bætur, skæðaskinn, bandhnyklar og hvaðeina. Mélhálftunnur og eltiskinns-ærbelgir voru höfð fyrir heyílát á vetrum, því enginn hey- meis var til, ekki móhrip, torfkrókar, hjólbörur, sleði, járnkarl né skófla — nema tréreka. Ef húsin láku í rigningum — sem þau öll gerðu — þá voru þau brædd með kúamykju, annars aldrei við neinn kofa gert. Þegar ofan á okkur lak í rúmunum, voru öll sauðskinn, sem til voru, breidd ofan á okkur og okkur var sagt að liggja alveg kyrrum, svo pollarnir, sem stóðu í skinnunum, rynnu ekki ofan undir til okkar. Þetta þótti okkur ógn gaman. Á jarðabótum né húsagerð var ekki snert. Allur áhuginn var á heyvinnu, tóvinnu og fjárhirðingu. Áður en heyvinna byrjaði, var föst regla að gjöra öllu fólkinu skó, svo marga sem nægja mundi yfir sláttinn. f’á voru og föt öll bætt eftir föngum, svo að sem allraminstar frátafir yrðu frá heyvinnunni. Hrís var rifið, kurlað og kol sviðin, til þess að dengja ljái við. Viðarkol voru 7

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.