Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 23
103
Á mánaðarfresti var haft skyrtuskifti, en nærbuxnaskifti og rúmfata ör-
sjaldan, einu sinni eða tvisvar á vetri, og var þá lítt mögulegt að fá þau
föt hrein. Sokkar voru sjaldan þvegnir á vetrum. Lagðir á felhelluna,
ef votir voru, á kveldin, malin svo úr þeim óhreinindin á morgnana. Á
sumrin voru leirugir sokkar skolaðir í læknum. Þvag var iðulega brúkað
til handaþvotta, en mjólk, misa eða skyrþynka til andlitsþvotta og þótti
vandaðri þvottur en úr vatni. Fatnaður allur var þveginn í potti —
matarpotti auðvitað, — en næturgagn, sem var trékoppur, notaður við
handaþvott. Við andlitsþvott var vættur ieppur — handklæði né striga-
þurka var ekki til, — vættur, og núið svo framan úr miðju andlitinu
með honum, þurkað svo á þurrum vaðmálslepp eða svuntuhorni. Andlit
okkar voru því að eins þvegin, að gesta væri von, sem sjaldan kom
fyrir, nema prestur í húsvitjan, eða ef einhver hinna mörgu flökkumanna,
sem runnu um sveitina, stöðvuðust ekki fyr en í afdal okkar. — Þeir
hétu: Stefán Björnsson, Stefán Helgason, Stefán »fíni« (hann var utan-
héraðsumrenningur), Jón Guddílon, Gvendur »renningur« (þeir voru bræður),
Jón valdi — hann var böggulsendingapóstur innanhéraðs —; Helgi »fróði«
og Sölfi Helgason »málari og spekingur« voru utanhéraðsumrenningar,
en komu þó stundum til okkar. Hvítabæjar-Ólafur og Hrómundur Bessa-
son voru einnig á flangri, og hræddumst við börn þessa flækinga meira
en vofur. Og svo þegar fara átti til kirkju •— um annað ferðalag var
ekki að ræða —, þá vorum við kembd og þvegin, svo á okkur gljáði,
og Iátin hafa fataskifti inn að skinni; en óðara en við vorum heim komin,
fórum við úr skrúðanum og í óhreinu garmana; fyr fengum við ekki mat
en alt það var búið: sparifötin samanbrotin komin ofan í fatakistu og
spariskórnir fram á búrbita — þeir voru bornir á ieiðinni —, því hver
einasti hlutur hafði sitt vissa pláss og var allajafna á sínum stað.
Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangi-
kjötssoðinu fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir Iátnir
»verka« þá eftir hverja máltíð: askurinn settur niður á gólf með ofur-
litla matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandiega, eigand-
inn tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ef farðinn efst innan í börmunum var
orðinn svo þykkur og seigur, að hundstungan náði honum ekki, þá tóku
þeir, sem hreinlátastir voru, Jmífinn sinn stöku sinnum og skófu burt
farðann. — Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt. — Diskar okkar voru
úr tré eða pjátri. Trédiskarnir voru gerðir á Hornströndum, rendir úr
»rauðaviði« og voru fallegir. Hornspónum borðuðum við með. Minn á
ég enn. Fyrst þegar ég man eftir var ekki annað ílát úr leiri til hjá
okkur en eitt bláflekkótt bollapar, stórt og flátt að ofan, en ekki var ég
eidri en 7—8 ára, þegar einhver gaf mér leirskál og borðaði ég úr henni
upp frá því; en af því hún var fínn og fágætur hlutur, þá þótti hún vel
fallin til þess að þvo sér og greiða upp úr henni og varð ég að láta
mér það lynda iengi vel. Silfurskeið gaf kerling ein mér, hana fékk ég
sjaldan að sjá og alls ekki að brúka. I’egar ég var 7—8 ára, gaf
telpa ein mér gylt bollapar, það þótti mér svo fallegt, að ég þorði varla
á því að snerta; því var þá líka bráðum fargað, svo ég hafði engan veg
eða vanda af því. — Telpan, sem gaf mér bollaparið, spurði mig, hvort
mig langaði ekki að koma til Reykjavíkur. Eg vissi ekki — hafði aldrei