Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 27
107 veikur, en tókum af honum höfuðið, ætti hann að deyja og jarðast. Lík- kista var þá gerð úr eintrjáningi, svert með sóti og erfið svo haldið: fengum einhverja matarögn hjá móður okkar, höfðum skeljar fyrir diska, sýru fyrir brennivin og svo svölluðu ýsubeinsmennirnir og við með þeim. Alls konar húsdýr smíðuðum við úr ýsubeinum, því trjáviðarskortur var svo mikill, að tæpast var hægt að fá nógu stóra pjötlu í kaupmennina og bátana. Síðasta snipsið af kollhettuklútunum okkar var haft í segl, sögðu þó drengirnir að þau ættu að réttu lagi að vera hvít Alt fólkið varð að ganga nakið, en við tálguðum á það pils og prestakjóla. Kietta- stall fallegan höfðum við fyrir kirkju handa sjálfum okkur, messuðum þar og gjörðum jarðarfarir. Til prestsskapar þurfti ekki annan undirbúning en þann, að prestsefnið var fsert í tvö pils, annað krækt um mittið, hitt um hálsinn, en við, sem lögðum honum til skrúðann, vorum fáklæddir til- heyrendur. Prestur tónaði, söng og þuldi þulur, því nóg kunnum við af því dóti. — Við klifruðum í kletta og klungur — þar var ég fremst í fiokki —, óðum í ánni allsnakin, seinna í sjónum. Á vetrum rendum við okkur á leggjum — framfótaleggjum úr stórgrip eða bóglegg úr vænum kindum. Boruðum gat gegnum þá með hnífunum okkar, drógum þvengi þar í gegn og bundum upp um ristar og leggi. — Skauta áttum við ekki, ekki heldur sleða, en höfðalags-rúmfjölina hennar móður okkar fengum við lánaða og hentumst á henni stall af stalli niður svellbunkana í dauð- ans angist og ofsa gleði. Einhverju tildruðum við ofan á skíði, settumst svo 3—4 þar á, hátt uppi í brekkum, létum svo hlaupa með feiknahraða eftir harðfenninu niður á láglendi, snjórinn þyrlaðist framan í okkur, svo ekkert sá fyrir skarahríðinni; en þar var líf og gleði á ferðum. Sá, sem fremstur sat, hafði staf til að stýra með. Hin tóku bara því, sem að höndum bar, og eigi sjaldan misti stjórnandinn stjórnina, krakkarnir ultu af hér og þar, en skíðin hlupu alla leið. Eins konar árar bjuggum við okkur tii: rákum járntitti neðan í spýtustauta, stungum niður broddunum og rérum okkur svo áfram, ef hallalaust var svellið og mjúkt. Fótskriðu rendum við okkur langar leiðir og vorum fim. Gaman var að vera úti á svellunum, þó kalt væri okkur stundum. Snjóhús mokuðum við stór og mörg, holuðum innan stóra skafla með göngum, búri, eldhúsi og bað- stofu, gjörðum rúm þar inni, þegar snjórinn var vel þéttur og mikill eftir stórhríðar og storma, sem enginn hörgull var á í dalverpinu okkar. Þegar frostlaust var, þá fengu snjókerlingar að verða til, þá var og snjór hnoðaður í klumpa, og úr þeim svo skornir ýmsir hlutir. Af boga skutum við matbaunum, hann smíðuðu drengirnir. Gaflokum skutum við einnig, höfðum nálarbrot fyrir odd og bréfvæng aftan í skaftinu. Gaflok hef ég ekki séð nema okkar. Aðrir útileikir okkar voru þessir: Glíma, bændaglíma, skollaleikur, kóngsleikur, hnappleikur. Hann var svo: leik- endur héldu allir hver aftan í annan, nema einn, sem var laus og átti að ná húfunni af »hnappnum«, sem var sá aftasti; næði hann húf- unni, var »hnappurinn« dauður; en sá fremsti átti að verja hann og ásækja þann, sem laus var, svo hann kæmist ekki aftur með að »hnappn- um«. Öll halarófan fylgdi þeim fremsta, hvernig sem hann snerist og »hnappurinn« með, annars mátti hann sjálfur ekki verja sig né »hnapp« sinn: húfuna. Leikur þessi var nærri orðinn mér að bana. Við vorum í hnappleik á sléttum síkisbakka við ána. Eg var 7—8 ára, þótti of lítil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.