Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 28

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 28
io8 og sein í snúningana, var því skipað að standa hjá, en þegar ég sá »hnappinni í voða, sem var uppáhaldsbróðir minn, greip ég húfuna af honum, svo hinn skyldi ekki ná henni; þá elti sá mig til að ná af mér húfunni, en ég stökk í ofboði út í síkið, svo húfan næðist þó ekki; ég á kaf og man svo ekki meira um það, fyr en bræður mínir voru að tosa mér upp á bakkann; gat ég þá ekki staðið og var ofboð rænu- lítil. þeir húðsneyptu mig, færðu mig úr mestöllum fötunum, undu þau og breiddu svo mig og þau til þerris sunnan í tóttarbroti, því sólskin og biíðviðri var; þar skipuðu þeir mér að liggja og þorna, lá ég þar allan daginn, en þau léku sér nálægt mér. í*eir lögðu ríkt á við mig að segja móður okkar ekki þetta, en ég var þá svo aumingjaleg þegar heim kom, að alt komst upp. Inni við á vetrum róluðum við okkur, gáfum hvert öðru skip, létum völu spá, getruðustum — létum hvort annað geta margs, odda eða jafna, — tefldum manntafl, myllu, refskák — strikuðum með krít reitina á rúmfjöl, manntaflsfólkið höfðum við sjálf tálgað úr ýsubeinum, litað svo í hellulit, það sem svart átti að vera. Gimburskel var refur, þorsk- kvarnir lömb í refskák, en glerbrot og kvarnir í myllu. Kvarnir eða glerbrot voru einnig spilapeningar okkar. — Spil áttum við og spiluðum — á rúmfjöl — hund, formídó, svartapétur, marías og púkk — það spilaði faðir minn við okkur á nýjárinu og þótti mikil hátíðabrigði. — í rökkrunum, sem oft voru löng, kváðum við rímur og önnur ljóð, sem við kunnum ósköp af. — Eg kunni allar Númarímur samstæðar, Svoldar- rímur og Blómsturvallarímur að mestu, auk annars. — Við sögðum hvort öðru sögur, — sem við öll þó kunnum —, kváðustum á, eða skandér- uðustum, og bjuggum við þá oft sjálf til vísur, ef okkur vantaði stafi, því flestöll gjörðum við vísur á þeim árum og þótti nærri því eins sjálfsagt, eins og að geta talað; en vesæl ljóðagerð var það, eins og gefur að skilja, þó sum systkinin væru talin laglega hagmælt síðar meir, og vel hæf voru þau flestöll til bóklegrar menningar, hefði hennar verið kostur. Hugarreikningur var og ein rökkurskemtunin okkar, og var faðir minn þar frumkvöðull að. Hugarreikningur var hans eina bóklega íþrótt; þó var hann læs, það var móðir mín ekki. Hvorugt þeirra var skrifandi. Hún kunni ósköpin öll utanbókar og var kölluð gáfukona. Hann las ávalt húslestur, en hún söng hátt og snjalt. Ollum var okkur börnum kent að lesa og kendu eldri börnin oftast þeim yngri, en engu okkar var kent að skrifa, nema einn drengurinn fékk tilsögn hjá prest- inum í skrift og reikningi hálfsmánaðartíma, og þótti mikið prjál með þann dreng. Varð hann bæði fyrir öfund og háði okkar hinna. 011 lærðum við samt ögn að skrifa tilsagnarlaust, nema einn pilturinn; hann fór fyrst að reyna það fullorðinn. Við skrifuðum upp úr kálfsblóði, korg undan hellulit, sóti, fyrst með fjaðrapenna — skorin til hrafnsfjöður, — seinna með stálpenna. Eftir því man ég, að fyrst þegar ég eignað- ist stálpenna, átti ég enga pennastöng, hélt því á pennanum milli góm- anna og skrifaði á sendibréfs-ræfil til móður minnar og hafði stafina í bréfinu til eftirsjónar. Seinna útvegaði móðir okkar vel skrifaða forskrift og loks eignuðumst við ofurlítið af pappír árlega. »Kverið« var einasta bókfræðin, sem við námum í æsku, það lærðum við flest snemma og fyrirhafnarlítið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.