Eimreiðin - 01.05.1906, Side 29
109
Bókum man ég ekki öðrum eftir á heimili okkar, fyrst lengi vel,
en þessum: Sunnudagapostillu Jóns Vídalíns, Stúrmshugvekjum, Bjarna-
bænum — á þær lærði ég að lesa, — Messusöngsbókinni, Passíusálm-
unum, Flokkabók, Missirisskiftaoflfri og Almanakinu. Pétursbænir var
fyrsta bókin, sem ég eignaðist, — fékk þær fyrir að taka inn þorska-
lýsi. sem ég annars var ófáanleg til. Vel man ég, hvað vænt mér þótti
um að eiga nú bók sjálf. Númarímur var næsta bókin mín, Snorra-
Edda sú þriðja. — Lesa vorum við oft látin í ritningunni. Sú bók
leiddist mér Einhvern tíma ympraði ég á því, að enginn ætti með að
láta ferma mig, nema ég sjálf vildi. Fólkið bað guð um að náða mig.
Signa vorum við látin okkur: áður en við fórum í skyrtuna, áður en
við fórum að borða, þegar við fyrst komum út á morgnana, og á leiði
hinna dánu áttu allir að gera krossmark, áður en frá gröfinni væri gengið.
Bænir og vers vorum við látin þylja kvöld og morgna. Móðir mín sagði
mér frá guði og hans dásemdum, þegar ég var ósköp lítið barn. llla
gekk henni þó að svara öllum mínum spurningum, svo ég var þá fast-
ráðin í því, að fara til biskupsins, þegar ég væri orðin nógu stór til þess,
til að fá hjá honum upplýsingu um annað líf og annað það, sem móðir
mín var ekki nógu vel heima í.
Dulspám þessum trúðum við:
Ef köttur klóraði í spýtu, vissi það á vont veður.
Lægi vel á ketti, var illviðra von.
Færi köttur með löppina aftur fyrir eyrað, þegar hann þvoði sér,
vissi það á gott.
Lægi hundur fram á lappir sínar, spáði hann gestkomu.
Dyttu skæri eða hnífur á gólf, svo á oddi stæði, vissi það á gest-
komu.
Ef hnerrað var yfir mat, kom einhver svangur.
Heltist niður mjólk, kom einhver þyrstur.
Ef hnerrað var í rúmi símt á morgnana, gekk manni í vil þann
daginn, þó vissu sunnudagshnerrar á enn stærra happ en aðrir.
Klæjaði mann iófann, fékk maður gjöf.
Klæjaði mann augabrúnina, gladdist maður innan skamms.
Klæjaði mann nefið, reiddist maður.
Klæjaði mann munninn, fékk maður nýnæmi.
Kitlaði mann í hnjáliðum, lá fyrir manni að verða hræddur um konu
sína (eða bónda).
Væri maður hársár, varð maður hræddur á sama hátt.
Tæði maður illa ull, átti konan (eða bóndinn) tilvonandi að verða
ygld á brún.
Væru hrífutindar látnir snúa upp, kom regn.
Væru grasstrá slitin, sem uxu innan við glugga í baðstofum, þá dó
bráðlega einhver þar inni.
Heyrðist brestur í húsaviðum, var einhver feigur.
Dæju tveir á sama heimili, átti hinn þriðji eð deyja innan árs.
Gengi maður aftur á bak, gekk ntaður hana móður sína ofan í
jörðina, hún var þá feig.
Dytti maður á burtleið, hepnaðist ferðin, en fall á heimleið var
ills viti.