Eimreiðin - 01.05.1906, Page 30
IIO
Yxi hár manna langt niður á hálsinn, var það auðsældarvottur,
einnig það að vera »skítsæll«.
Væri löng í manni tungan, varð maður skáld.
Ef lukkuhnoðri hékk yfir höfði manns, varð maður lánssamur,
Sliti maður dordinguls-vef, varð maður auðnulítill.
Hossaði maður hendinni undir dordingul, sem hékk í þræði sínum
og segði um leið: »upp með þig dordingull, upp með þig dordingull«,
og hann þá fór að fika sig upp, þá átti maður hamingjuna vísa, en héldi
hann áfram niður, þá var gæfuvon lítil.
Væri manni kalt á vinstri fæti, en heitt á þeim hægri, þá var í
manni giftingarhugur.
Væri manni kalt á hægri fæti, en heitt á vinstri, þá var það af því,
að andskotinn var að öfunda mann.
Ráð þessi kunnum við til varnar húsdýrasjúkdómum: Ef hestur
fékk hrossasótt, átti ungfrú að ríða honum berbakt, þrjá hringa kringum
bæinn. — það var ég eitt sinn látin gera, og mun hafa verið minn fyrsti
frami.
Ef kýr beiddi upp, átti að bíta fast í hrygginn á henni, þegar búið
var að halda henni, þá hélt hún.
Til varnar við fjárpest var óyggjandi ráð að láta róðukross úr tré
undir taðhnaus fyrir innan þröskuldinn á fjárhúsum. Dræpist kind úr pest
eftir að það var gjört, var það annaðhvort af því, að pestin hafði kom-
ist inn í húsið á undan róðukrossinum, eða þá að hann var ekki nógu
breiður í dyrnar, svo að hún komst inn hjá honum, gat smeygt sér ann-
ars vegar við hann. Tjörukross á hurð var og vörn nokkur, en ekki
eins óyggjandi eins og róðukrossinn undir taðhnausnum.
Heilsufar móður minnar var óbilandi. Varð aldrei misdægurt
nema lítið eitt um leið og hún ól börnin. Söng hún og kvað sífelt við
vinnu sína, grét bara stöku sinnum við rokkinn sinn og söng iðrunar-
sálma, var þá að iðrast synda sinna. Aldrei bilaði liana kjark né dug,
fyr en uppáhaldssonur hennar fór til Ameríku. Hún fékst lítið um það,
grét heldur ekki; en þegar hann var ferðbúinn, sótti hún hestinn hans
upp í brekkur. Kom hún þá húfu- og svuntulaus heim, hafði týnt hvoru-
tveggju, vissi ekkert af því. Upp frá því gekk hún ávalt lotin, áður
var hún keiprétt. Askinn hans geymdi hún til dauðadags.
Faðir minn var oft kránkur. Hafði sætt svo harðri meðferð í æsku,
að hann varð aldrei að manni. Fyrirbænir móður minnar, blóðtökur.
baun í fæti og kamfórubrennivín var honum til lækninga haft. — Það
ráð vissum við bezt við heimakomu: sjúklingurinn átti að sitja yfir heitri
keytu, hlaupa síðan upp bratta fjallshlíð, þá var þeim sjúkdómi lokið.
Börnin öll heilsuhraust, urðu ágæta vel vinnandi, öll nema ég. Þau,
sem dóu, dóu nýlega fædd, og voru öll af fyrra hjónabandi; faðir þeirra
var vanheill. Einungis 3 af 9 börnum hans lifðu. Ung var ég einatt
útsteypt í kýlum og krefðu, fleiðrum og flatsæri, fann því sjaldan æsku-
fjör né gleði.
Réttarfarssögu einnar minnist ég, sem hafði svo ill áhrif á föður
minn, að hann varð aldrei jafngóður af. Systir mín, sú er ekki ólst upp
heima, átti barn 15 vetra með íjölskyldumanni, sem þáði af sveit. Hún
vann fyrir barninu að sínum parti, en hreppurinn varð að taka að sér