Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 32

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 32
I 12 Þingeyjarsýsla fyrir og um aldamótin 1900. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. II. Skáldskapur.1 Skáldskapur og kveðandi hafa verið'kjöltubörn sýslunnar, svo langt sem endurminningin nær og sögusögnin. Eg er því miður enginn fræðimaður í orðsins djúpu þýðingu og get því ekki rýnt eftir uppruna eða ætterni þessara eftirlætis- barna fóstru vorrar, Pingeyinga. Rúmið sem mér stendur til boða fyrir þetta efni, leyfir heldur eigi málalengingar um liðna tímann. Pó verð ég að grípa niðri lítið eitt hjá þeim mönnum, sem hátt- aðir eru undir grasrótinni, því að hjá þeim er undirstaða þess aðalefnis, sem ég hefi með höndum og rætur þeirra grasa, sem nú eru í blóma í Braga-túni Pingeyjarsýslu. Pegar um þá menn er að ræða, sem uppi vóru kringum miðja 19. öld, hlýt ég að byggja á sögusögnum náungans og get ég eigi ábyrgst, að rétt sé farið með hvert atriði. Öðru máli er að gegna, þegar um þá menn er að ræða, sem nú eru uppi. Pað 1 Margir menn eru ritfærir í sýslunni, auk skáldanna, sem talin verða. I’essir eru helztir: Benedikt Jónsson frá Auðnum; hefir ritað í blöð og tímarit og oft undir gervinöfnum. Hann er allra manna ritfærastur í sendibréfum og eru þau oft löng og ýtarleg eins og ritgerðir. Hann er annálaður skrifari og dvergur í hönd- únum til smíða, alla vega listfengur maður að náttúrufari. Sigurður Jónsson á Yztafelli er og ritfær, en lætur þó lítið á sér bera, og Pétur á Gautlöndum. Bjarni Bjarnarson sölustjóri á Húsavík er mjög vel að sér ger í ísl. málfræði og hefir ritað um hana, þó ekki sé það prentað. — fá er Jóhannes ]?orkels- son á Fjalli. Hann er Bragaættar svo sem Eimreiðinni er kunnugt, sem flutt hefir eftir hann sögur og kvæði. Lagt mun hann nú hafa þau efni á hilluna, eða í handraðann, og er hann þó til þess kjörinn, að horfa í barm fólksins og mjög vel fær í málinu. Möðruvellingur er hann einn hinn bezti. Síðastan tel ég Jón Ste- fánsson — Þorgils gjallanda. — Bæði er hann sagnaskáld og þýðir ágætlega sögur úr útlendu máli. -- Ritgerðir hefir hann og samið í blöðin. Alstaðar er hann auðþektur á máli sínu og framsetningu. Málið er gott og þó heldur stirt, enda byrjaði hann roskinn á ritstörfum og átti eigi þess »frelsis« kost í æsku, sem nú er í lófa lagið ungum mönnum. Jóhannes og Jón eru hreppstjórar »at nafnbót«, og tel ég þeim það ekki til gildis. — Enn má nefna Friðbjörn Bjarnarson ffá Grýtubakka.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.