Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Page 34

Eimreiðin - 01.05.1906, Page 34
En það fór alt á eina leið og var eins og að berja á bjargið — steinhljóð og dauðaþögn. — í fyrrasumar var gæðatíð og þá eru að sjálfsögðu engisprettur Mývetninga í algleymingi sínum, bæði í sveitinni og á öræfunum. Pá urðu fjárheimtur í versta lagi og munu hvörf fjárins hafa stafað af því, að féð hefir flúið varginn ofan í hraungjóturnar og tálgrafir öræfanna. Fáeinir menn héldu, að útileguþjófar væru í Ódáðahrauni, og mundu þeir valda, og þá trú hefir Jón karlinn »söðli« haft, sá sem kendur er við Hlíðar- endakot í Flj ótshlíð syðra. Hann ritaði bréf norður í Mývatns- sveit, merkum manni, og sagði honum frá útilegumönnunum, sem héldu til við »Stórasjó«. Kolur mundi höfðinginn heita, og var fjögurra álna hár og digur að því skapi, alveg óvinnandi, nema því að eins, að galdramenn væru fengnir vestan frá Arnarfirði 1 Nú hefir Jón >söðli« teygt mig í lengsta lagi frá skáldskap Pingeyinga og er þá til að taka, þar sem frá var horfið. — Eg gat þess, að stundum hefðu skáldin látið klám fjúka í kveðling- unum. Sá var einn hagyrðingur hér í sýslu, sem mjög var ann- álaður fyrir þann munnsöfnuð. Hann var kallaður leirskáld og einfaldur og teygðu misendismenn karlinn á eyrunum; þó ekki æfinlega. Þeim varð ekki alténd kápan úr því klæðinu, og er þessi saga til dæmis um það. Einu sinni voraði vel, svo að venju brá, og var þá oft talað um veðrið, eins og gerist. Greindur bóndi og hagmæltur, og hæðinn, kom þá að máli við Jón gamla — svo hét klámskáldið — og freistaði hans á þennan hátt: Góð er tíðin, gróa fjöll, gefst því hey í svuntu, Jón tók undir og bætti við: Pví sé lofuð þrenning öll, þar um hugsa muntu. Flestum þótti Jón gera vel, þar sem hann vék vísunni á þessa leið, svo lævíslega sem fyrir hann var gildrað, og mátti kalla, að sjálfur veiðimaðurinn lenti í snörunni. Annars var það oftast, þegar menn áttust við í kviðlingum, að hver lagði til annars, þar sem snöggi bletturinn var undir. Fúsir voru hagyrðingar fyrrum, að kasta hanzkanum að fyrra bragði, þó sakir væru engar, aðrar en þær, að venjur vóru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.