Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 36

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 36
í heimahúsum, fátæk og umkomulaus, orti hún og systir hennar rímur Ármanns og Grámanns, eitthvað 16—20 talsins, Hvorug kunni að skrifa. Amma mín lét svo rita rímurnar, að tveim árum liðnum, og mundi þá alt saman! Og þó hafði systir hennar kveðið eins mikið, eða meira. En reyndar hafði amma mín lagt smiðshöggið á vísurnar, því að hún var vandvirkari. því segi ég það: Vér, sem nú lifum í holdinu, gerum okkur litlar hugmyndir um minnisgáfur mannanna á söguöldinni. Pað er ófæra Eimreiðinni að flytja sýnishorn og æfiágrip allra alþýðuskálda, sem hér hafa verið í minni mínu og þeirra manna, sem ég hefi talað við, því þá yrði fyltur árgangur hennar eða meira en það rúm. Pó vil ég nefna aðeins þau skáldin, sem mest bar á og gáfuðust hafa verið að líkindum. Konur vóru tvær í þeim hóp: HÓLMFRÍÐUR, amma mín, og INGUNN, amma Baldvins ritstjóra í Winnipeg, en móðir Bald- vins »skálda«. Sá Baldvin var mjög listfengur á vísnagerð, en óreglumaður og »auðnurýr«. Einn var SKARÐA-GÍSLI og ARNGRÍMUR málari sonur hans. Pá vóru þeir feðgarnir JÓ- HANN ÁSGRÍMSSON og SIGURBJÖRN sonur hans, sem kvæða- bók er komin út eftir í Vesturheimi, því að þangað fór hann. Um þá burtför kvað hann þetta meðal annars: leita ég mér loks að gröf langt frá ættar svæði. kveð ég þig í síðsta sinn sveit mín Aðaldalur. Eftir hálfrar aldar töf, ónýtt starf og mæði Og ennfremur: Gnauðar mér um grátna kinn gæfu mótbyr svalur; Eg man eftir Sigurbirni, þegar hann beið koladallsins í Húsavík — þ. e. útflutningsskipsins. Sú bið var löng og mikil svik í því tafli, og margt manna statt í miklum vanda. Pá var honum grát- stafur í hálsi yfir öllu saman, fátækt sinni, sem flæmdi hann burt af landinu, og ótal vonbrigðum, enda er grátkliður í þessum lát- lausu, fallegu vísum. BALDVIN »skálda« sá ég aldrei. En margar vísur eru mér í minni, sem hann gerði. Pessi er ein: Andlitsfögur bauga bil, ef þú værir ekki til, bezt sem vinnur þjóð í haginn, enginn mundi sópa bæinn. Vísan er efnislítil. En vel er farið með efnið. Og gaman væri að sjá vísu, sem væri betur gerð um þetta efni. — Baldvin kvað oft

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.