Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 39
Hafi einhver séö snjóhvítan hauk meðal fálka, þá hefir
sá maður séð ímynd Jóns Hinrikssonar, — snjóhvítur hæruþulur,
ungur í anda, eldfimur og fleygur í hugsun, tölugur og hugsandi
hvar sem gripið er niðri, í skáldskap, pólitík, guðfræði, búskap,
eða hverju sem ber á góma. Petta er lýsing hans, það sem hún
nær; gigtveikur, kreptur og slitinn af vinnu.
Hann hefir kveðið mikið um dagana, erfiljóð, brúðkaupsvísur,
ljóðabréf og hestaminni, og er mestur hluti þessa gerður í þeim
vændum, að hafast yfir einu sinni á einum stað. — Enginn
getur gert minna úr þessu, en sjálfur hann.
En þótt svo kunni að vera, að í þessum kvæðum sé víða
farið fót fyrir fót og á seina gangi lestamannsins á lífsins leið,
þá er ekki hinu að neita, að falleg spor eru innan um og víða
vakurt riðið.
Fyrst ég nefni vakra reið, skal ég koma með tvær vísur úr
eftirmælum reiðhests, sem hann gerði rúmlega sjötugur að aldri:
Blæs um hól og bliknar kinn,
björt er fjólan glóði;
autt er ból þar blakkurinn
baðaði í sólarflóði.
Heiðin geymir Huga spor,
holtið dreymir lyngað.
Begar gleymir vetri vor
veran sveimar hingað.
Jón hefir fylgt tímanum betur en flestir menn aðrir, þrátt fyrir
örðugar kringumstæður og fádæma elju og iðni til allra verka.
Pó kvartar hann um nú á síðustu árum, að hann sé að dragast
aftur úr.
En víst hefir hann þó fundið til þess, að þung er færðin á
lífsins leið:
Seint ég lít hin fögru fjöll þar sem treð ég möl og mjöll
frelsis sólar landa, mannlífs köldu stranda.
Prígiftur bóndi, sem átt hefir á annan tug barna og alinn er upp
á hrakningi, — hann kemst oft í kast við óblíða veðráttu um
dagana, þótt hann nái ekki sjötugsaldri. Hann veit hvað póst-
inum mætir, því að hann hefir sjálfur reynt:
Fer um brjóstið fjúkandinn, nú er póstur nýkominn,
fyllir gjóstur ranninn, Norðri slóst við manninn.
Eó kvartar hann sjaldan í vísum sínum. Skapið er gott og
lundin létt. Fá skáld íslenzkrar alþýðu hafa borið sig jafnvel.