Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1906, Page 41
121 talað við sjálfan sig í einverunni, á því máli, sem bezt svarar til hugskotsraddarinnar. Hann reynir að friða sjálfan sig með því eina, sem fyrir hendi er — orðum sjálfs sín. Einhvern tíma hlýtur sá dagur að koma, að menn eins og Jón Hinriksson verða taldir dýrgripir þjóðarinnar og máttarstoðir menningarinnar í landinu, þeirrar menningar, sem hér hefir lifað og landinu gagnað, meðan eigi var öðru til að dreifa en heima- fengnum bagga. Pegar Jóni sleppir Hinrikssyni, tekur við yngri kynslóðin. JÓN ÞORSTEINSSON að Arnarvatni er honum næstur að aldri, þeirra ljóðasmiða, sem hér verða taldir, og er hann þó mörgum árum yngri. Hann yrkir í nýjum stíl, hefir góð tök á málinu og góða þekkingu, en á því var löngum misbrestur hjá gömlu skáldunum, þó að þess gæti lítið í þeim sýnishornum, sem ég hefi valið hér að framan. Hann getur leikið sér að háttum og rími og er þessi sextánmælta vísa vottur þess: Nú hríðar. Hrakveður I Hljóð æsast. Ljóð dæsa. Sál voluð. Sól falin. Sjór hvelfist. Jór skelfur. — Eli’ hrekur. Von vakir. Vér lifum. Guð er yfir. Önn lánast. Unn hlýnar. Alt gleymist. Mig dreymir. Mundi Páll Ólafsson hafa komið öllu léttara niður á tærnar, ef honum hefði verið steypt fram af sextánmála hæðinni? Vísan, sem hér fer á eftir, sver sig í þjóðlegu ættina rím- listarinnar: Bærir fangið felmtruð jörð. Slær á vanga hríðin hörð Færir þang um æginn. hærulanga daginn. Stælt vísa kemur næst: Slyng er tóa að grafa göng. Kringum mó við hraunahröng Glingrar spói um mýrahring. hringlar snjóugt beitilyng. Pegar heyskaparmaðurinn hefir verið við heyþurk sumarlangan daginn í heiðskíru sólskini og hafgolu, þá er honum illa við mósk- una í norðaustrinu, sem stundum kemur í ljós eftir miðjan aftaninn. fá verður honum vísa á munni: Nú skal vefja vefinn stefja, vilk’at tefja, dauf er bið: austan sefja er að hefja eins og refjar niður við.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.