Eimreiðin - 01.05.1906, Page 46
126
Drekinn fló, er dagur hló,
drjúga þó með byrði,
yfir sjó og eldi spjó
út af Mjóafirði.
Lötrar svangur seinagang
sýldur ranga blesi.
Unnar vangur er í fang
undan Langanesi.
Vísur þær, sem hér fara á eftir,
Yfir fölva fold og höf
feigðar byljir hvína:
haust og vetur, Helja og gröf
heimta inn skatta sína.
eru yngri að aldri.
Út um bleika og bera fold
börn sér leika án kvíða.
Her sinn eykur Helja og mold
hugurinn reikar víða!
Einu þá, er aldrei frýs,
úti á heljar vegi,
* kringda römmum álnarís,
á sér vök — hinn feigi.
Indriði er þrekmaður mikill á allan hátt og neytir harðfengi-
lega krafta sinna við vinnu sína og vökustörf.1 — Hann er ætt-
fræðingur mikill og er víst búinn að rita heilan hestburð af því
efni. En þó að hann sé betur staddur en í versta lagi, þá hefir
hann þó fundið til þess, að skemra kemst hann og lægra í reynd-
inni, heldur en þráin krefur:
Hef ég auga á himni blám Fékk ég hundrað heitum þrám
hærra en stjörnur reika. hálfa möguleika.
Indriði er heimiliselskur maður, eins og reyndar öll þau skáld
(af yngri kynslóðinni, eða sem nú eru uppi hér í sýslunni), sem
hér eru talin:
Hugurinn aftur hraður snýr, þótt-ú allar brjótir brýr
heima finnur sína, bak við hæla þína.
Hann hefir þótt vera lítið bænrækinn um dagana, og þó er til
ein bæn eftir hann, sem ég veit um, og er hún svona:
•
Listamannsins lengdu töf, Sá er tekur Gröndals gröf,
líkn þín, drottinn, um hann svífi. gefð’ hann sé í móðurlífil
1 þ. e. ritstörf um nætur.