Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 48
128
Að endingu er þetta kvæði, sem lýsir ættjarðarást höf. og
átthagaelsku og heimilisrækni og heitir það
SVEITIN MÍN.
Með raunir og baráttu, rústir og flög,
með rangsnúin afguðs og menningar lög,
með handvísar nætur og svipula sól,
þú sveit ert mér kær eins og barninu jól.
Á grundum, í þvermó, í grjótinu hér
ég gengið hef bernskunnar ilskó af mér,
og hérna í fyrstu þá ljósdís ég leit,
er lagði minn anda á brjóstin sín heit.
Og alt, sem að mest hefir glatt mig og grætt,
og grafið mig, hafið mig, skemt mig og bætt,
ég naut þess, ég þoldi það, þáði það hér,
og þess vegna er sveitin svo hjartfólgin mér.
Með hrjóstruga brekku og hressandi lind,
með hvimleiðar dygðir og geðþekka synd,
með æðandi frostbyl og ylríka sól,
með ellinnar grafir og bernskunnar jól.
Og þegar að Laxáin, gulláin glæst,
í glitskrúði sumars og ísfjötrum læst,
með söngvum og gráti til fjarðarins fer,
ég finn hve sá hljómur er nátengdur mér.
Pví héraðsins runninn er rótunum frá
mörg ríkasta straumperla, er á ber að sjá;
svo styrkur og veikleiki eðlis míns er
í öndverðu sprottinn úr jarðvegi hér.
Pað fjallið, sú jörðin, er mig hefir mætt,
sú moldin, er hefir mig alið og fætt,
mér finst þeim sé skyldast að hvíla mitt hold
og holdinu vildast að frjóa þá mold.